Lög EY-LÍV

Lög félags vélsleðamanna í Eyjafirði

Lög félags vélsleðamanna í Eyjafirði eru samin af félagsmönnum til að mynda ramma fyrir starfsemi og starfsreglur félagsins.
Breytingar  á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 4 vikum fyrir aðalfund. Geta skal um það í fundarboði ef greiða skal atkvæði um lagabreytingar. Til lagabreytinga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

Lög EY-LÍV
Síðast breytt 4.10.2018

1. Félagið heitir Félag vélsleðamanna í Eyjafirði og er félag innan Landsambands Íslenskra vélsleðamanna og lítur að lögum þess. Heimili þess og varnarþing er á Akureyri. Félagssvæðið er Eyjafjörður.

2. Félagið er áhugamannafélag og er tilgangur þess:

Að vinna að öryggis- og hagsmunamálum vélsleðamanna
Að efla áhuga á vélsleðaferðum um Ísland
Að gangast fyrir fræðslunámskeiðum fyrir vélsleðamenn
Að stuðla að bættri umgengni um landið
Að stuðla að bættri ferðamenningu vélsleðamanna
Að efla kynningu og tengsl félagsmanna
Að auka og bæta samskipti við annað útivistarfólk

3. Allir sem áhuga hafa á sleðamennsku og eiga heima eða dvelja á félagssvæðinu eiga rétt til inngöngu í félagið. Meðan ekki eru fyrir hendi tilsvarandi félög í nágrannabyggðum Eyjafjarðar geta vélsleðamenn á þeim svæðum einnig verið félagar.

4. Stjórn félagsins skipa 5 menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi, auk tveggja varamanna. Formann skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn. Aðrir í stjórn skipta með sér verkum og eru kosnir til tveggja ára, tveir á hverju ári. Varamenn skulu einnig kosnir til tveggja ára, einn á hverju ári. Við stjórnarkjör skal hafa í huga búsetu og aldursdreifingu stjórnarmanna.

5. Stjórn félagssins kemur fram fyrir hönd þess milli aðalfunda og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þess setja. Stjórnin mótar starfsemi félagssins milli aðalfunda og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Samþykki aðalfundar þarf fyrir ráðstöfun fasteigna svo og fjárskuldbindingum öðrum en eðlilegt þykir s.s. daglegum rekstri og námskeiðum.

6. Aðalfund skal halda innan tveggja mánaða frá lokum reikningsárs félagsins og hefur hann æðsta vald í málefnum félagsins. Til hans skal boða með a.m.k. 7 daga fyrirvara með sannarlegum hætti t.d. í dagblaði,  dreifibréf, rafrænum miðli og/eða heimasíðu félagsins. Aðalfundur er löglegur er löglega er til hans boðað.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1. Kjör fundarstjóra og ritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
3. Umræða um skýrslu stjórnar.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.
5. Umræða um reikninga og þeir bornir fram til samþykktar.
6. Lagabreytingar.
7. Kosning stjórnar sbr. 4. grein og varamanna
8. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
9. Önnur mál.

7. Breytingar  á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 4 vikum fyrir aðalfund. Geta skal um það í fundarboði ef greiða skal atkvæði um lagabreytingar. Til lagabreytinga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða.

8. Stjórn félagssins er skylt að boða til félagsfundar ef 10 félagsmenn eða fleiri óska þess skriflega. Boði stjórnin ekki slíkan fund innan tveggja vikna frá því að henni barst krafan, geta þeir sem fundar óskuðu, boðað til hans í nafni félagsins.

9. Reikningsár félagsins skal vera frá 1. September til 31. Ágúst.

10. Eigi má slíta eða leggja félagið niður nema það verði samþykkt með 2/3 hluta greiddra atkvæða á tveimur lögmætum fundum (aðalfundi + félagsfundi) með minnst mánaðar millibili og hafi fundarefni verið getið í fundarboðum. Verði félaginu slitið skal eigum þess ráðstafað til hjálparsveita á félagssvæðinu, skipt prósentulega eftir fjölda íbúa á þjónustusvæði hverrar hjálparsveitadeildar.

FRÉTTIR - EY-LÍV

VIÐBURÐIR - EY-LÍV

Engir viðburðir á næstunni.