Nú fer að bresta á Nýársgleði Ey-Lív og ekki breggðast þeir feðgar, Tryggvi og Addi, og skjóta yfir okkur húsaskjóli eins og svo oft áður.
Herlegheitin fara fram föstudaginn 17. janúar kl. 19:00 að staðartíma í Goðanesi 4.
Þar sem flestir eru ennþá í útvíkkuðu mittisbelti eftir hátíðirnar mun Júlli kokkur sjá til þess að ekki komi á það slaki og vippar fram gersemum af grillinu af sinni einstöku snilld. Eins og vanarlega verður einhver vökvi til að skola kræsingunum niður, með og eftir hámið.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórnin EY-LÍV