Um LÍV
Landssamband Íslenskra Vélsleðamanna (LÍV) var stofnað í Nýjadal þann 4. apríl 1984.
Tilgangur landssambandsins er að vinna að öryggis- og hagsmunamálum vélsleðamanna. LÍV kemur fram gagnvart stjórnvöldum í öllum málum er varða vélsleðamenn á landsvísu, sambandið stuðlar að góðri umgengni vélsleðamanna og vernd náttúru landsins, m.a. með samstarfi við umhverfis- og náttúruverndaraðila.
LÍV vinnur að stofnun og styður starf vélsleðafélaga á landinu. LÍV gaf hér áður fyrr út málgagnið Vélsleðinn en heldur nú úti þessari heimasíðu um málefni félagsins og aðildarfélaga.
Með því að gerast félagi í LÍV leggur fólk lið hagsmunabaráttu sleðamanna og síðan getur aðild verið fljót að borga sig fjárhagslega, nýti viðkomandi sér þá afslætti sem félagsmönnum L.Í.V standa til boða hjá fyrirtækjum um allt land.
Aðild að LÍV gildir einnig sem aðild að svæðafélagi á viðkomandi stað. Svæðafélögin eru nú þrjú, þ.e. Snæ-LÍV í Skagafirði, LÍV-Reykjavík á sv-horninu og EY-LÍV í Eyjafirði.