Fréttir, Fréttir LÍV EY, Fréttir LÍV RVK, Fréttir LÍV SNÆ

Landsmót LÍV 2025 Kerlingarfjöllum

Landsmót LÍV 2025 Kerlingarfjöllum

Eftir vel heppnað mót í fyrra verður aftur haldið til Kerlingarfjalla og nú helgina 21. til 23. mars 2025
Gisting er bókuð í gegnum vefsíðu Kerlingarfjalla á þessum tengli hér til hliðar – BÓKA –
Bókun hefst núna og reglan, fyrstir bóka, fyrstir fá, gildir
Við bókun gefa menn upp greiðslukort en ekkert er dregið af því fyrr en 14 dögum fyrir herlegheitin
Í boði er að bóka skála Ferðafélags Íslands með svefnpokaplássi fyrir 15 en það þarf að hafa samband við Kerlingarfjöll beint með það

Hér gildir að bóka herbergi og fylla öll rúm, það komast færri að en vilja. Því er mjög mikilvægt að þjappa og stappa

Mat verður vippað í okkur bæði föstudag og laugardag

Föstudagurinn 21. Mars:

Kjötsúpa

Laugardagurinn 22. Mars:

Forréttur:
Humarsúpa með hvítlauksristuðum humarhölum og rjóma

Milliréttur:
Reyktur lax, epli, piparrót, rúgbrauð og pak choi

Aðalréttur:
Lambahryggvöðvi og frampartur, gullauga, hvítkál og rauðvínssósa

Eftirréttur:
Brownie, möndlur og bláber

Stuðkveðjur, stjórn LÍV