Fréttir, Fréttir LÍV EY, Fréttir LÍV RVK, Fréttir LÍV SNÆ

Við mótmælum öll!

Félagsmenn nær og fjær!

Nú þurfum við að taka höndum saman og senda inn athugasemdir við Stjórnunar og verndaráætlun um Friðland að Fjallabaki 2020-2029. Samkvæmt drögum þessum stendur til að banna alla umferð vélsleða á rauðmerktum svæðum fyrir fullt og allt, óháð aðstæðum.

Hægt er að kynna sér drögin hér: https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/04/08/Kynning-a-drogum-ad-stjornar-og-verndaraaetlun-fyrir-Fridland-ad-Fjallabaki/

Kafli 3.7.10.1. fjallar um Vélsleðaumferð. Athugasemdir sendist á: ust@ust.is

Á næstu dögum mun félagið gefa út á liv.is staðlað bréf sem hægt verður að nýta sem mótmæli við þessum lokunum. Hvetur stjórn LÍV alla félagsmenn til þess að skila inn mótmælum við þessum áformum.