Félagsmenn nær og fjær!
Nú þurfum við að taka höndum saman og senda inn athugasemdir við Stjórnunar og verndaráætlun um Friðland að Fjallabaki 2020-2029. Samkvæmt drögum þessum stendur til að banna alla umferð vélsleða á rauðmerktum svæðum fyrir fullt og allt, óháð aðstæðum.
Hægt er að kynna sér drögin hér: https://ust.is/umhverfisstofnun/frettir/stok-frett/2020/04/08/Kynning-a-drogum-ad-stjornar-og-verndaraaetlun-fyrir-Fridland-ad-Fjallabaki/
Kafli 3.7.10.1. fjallar um Vélsleðaumferð. Athugasemdir sendist á: ust@ust.is
Á næstu dögum mun félagið gefa út á liv.is staðlað bréf sem hægt verður að nýta sem mótmæli við þessum lokunum. Hvetur stjórn LÍV alla félagsmenn til þess að skila inn mótmælum við þessum áformum.