Fréttir, Fréttir LÍV RVK

Snjóflóðaspár Veðurstofunar

Þættinum hefur borist bréf,

Veðurstofa Íslands hefur frá árinu 2012 gefið út svæðisbundna snjóflóðaspá fyrir nokkur svæði á landinu sem sett er fram á snjóflóðasíðu www.vedur.is. Í spánni er snjóflóðahættan skilgreind í fimm stigum og hvert stig hefur sinn lit (grænt, gult, appelsínugult, rautt og svart). Spáin er gerð með útivistarfólk í fjalllendi í huga, en gagnast þó fleirum. Hún veitir almenningi upplýsingar um snjó- og snjóflóðaaðstæður á ákveðnu svæði. Einnig er upplýsingum um fallin snjóflóð og snjóalög á öllu landinu miðlað á sömu síðu.

Hér að neðan er hlekkur á þjónustukönnun vegna þessarar spár og hvetjum við alla sleðamenn til að taka þátt í þessari könnun.

https://bit.ly/2MxK1uE

sumarkveðja

Stjórnin