Fréttir

Hlíðarfjall opið með skilyrðum

Eftir slétt ár hafði rekstrarstjóri Hlíðarfalls aftur samband við okkur og bauð okkur að nota skíðasvæðið til að komast á fjöll. Þetta er þó skilyrðum háð eins og áður. Æfingar standa yfir og því þarf að gæta yfirvegunar og varfærni þegar keyrt er um skíðasvæðið.

1. Keyra sunnan (vinstra megin????) við skíðasvæðið
2. Keyra rólega, hljóðlega og spara tryllinginn þar til upp er komið (háværaseggir bíði þar til æfingu lýkur)

Endilega berið boðskapinn og umfram allt fræðið ykkar fólk um þessar reglur. Það er bara með góðri hegðun að við fáum að nota þetta svæði og það eru forréttindi sem við skulum ekki glata.

Samstöðukveðja frá Ey-LÍV

PS: Sneiðingurinn er eins og malbikaður með snjó fyrir þá sem vilja auðveldu leiðina upp ????