Fréttir úr Hveravallahrepp!
Aðalfundur LÍV var haldin að Hveravöllum síðastliðna helgi, mættir voru fulltrúar allra aðildarfélaga, forseti og gjaldkeri auk nokkurra almennra félaga.
Fjárhagur félagsins er í góðu jafnvægi sem fyrr þrátt fyrir talsverð fjárútlát tengd 40 ára afmælisári sem nú er að baki. Ýmis mál voru rædd og verður fundargerð birt hér á vefnum í vikunni. Ráðist verður í að fjölga vefmyndavélum félagsins á næstu misserum og óskar stjórn eftir tillögum að staðsettningu myndavéla sem gagnast félögum við að meta snjóalög og aðgengi að snjó. Tillögur má senda á liv@liv.is með stuttri lýsingu á staðsettningu.
Vetrarlíf sýning
Einn stærsti viðburður hvers vetrar hefur jafnan verið Vetrarlíf sýning og árshátíð sem vélsleðafélögin í Eyjafirði og Reykjavík hafa skipts á að halda undanfarin 14 ár eða svo. Nú er svo komið að sýningarhald hjá félaginu er til endurskoðunar og ljóst að ekki verður af Vetrarlíf sýningu þetta árið. Undanfarin misseri hefur reynst sífellt erfiðara að að fá sýnendur til þáttöku og skýrist það helst af tímasettningu sýningarinnar sem hefur seinni árin þurft að keppa við stóra viðburði í verslun fyrir jólin. LÍV-Reykjavík stefnir á að halda árshátíð LÍV í Reykjavík þetta árið með breyttu sniði en framtíð sýningarinnar er óráðin. Stjórn mun upplýsa félaga sem og sýnendur um framtíðarskipulag sýningar þegar það liggur fyrir.
Árshátíð verður auglýst fljótlega þegar skipulag ofl liggur fyrir.
Kveðja frá Hveravöllum
Stjórnin.