EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð Aðalfundar 2020

Aðalfundur Ey-Lív 2020

Aðalfundur var haldinn á Greifanum 29.09.20

Fundur settur og Halldór Arinbjarnar kjörinn fundarstjóri

1.mál

Skýrsla stjórnar, Gunnar Örn formaður flytur hana
Gert var með minna móti þennan veturinn og setur Covid 19 þar strik í reikninginn.

  1. mál

Reikningar lagðir fram, Gunnar Örn rennir yfir þá.
Þar kemur fram að hagnaður ársins er 2.140.517.- og er skýringin á því vel heppnuð sýning í Reiðhöllinni og árshátíð í Sjallanum.

  1. mál

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
Spurt var af hverju er ekki búið að veita Grýtubakkahrepp styrk varðandi Kaldbaksveg sem samþykkt var á síðasta aðalfundi að upphæð allt að 2.000.000.-
Skýringin er sú að það eru nýlegar hafnar framkvæmdir og styrkur ekki greiddur nema liggi fyrir reikningar fyrir vinnu og efni.
Einnig voru umræður um félagatal að menn sem eru ekki að borga í félagið eigi ekki að njóta þeirra fríðinda sem félagsmenn hafa.

4.mál

Kosning stjórnar
Formaður til eins árs Gunnar Örn Gunnarsson
Stjórnarmenn til tveggja ára: Kristján Ingi Jóhannsson og Halldór Jóhannesson
Varamaður til tveggja ára: Ívar Már Halldórsson
Stjórnarmaður til eins árs: Hólmgeir Sigurgeirsson og Júlíus Jónsson
Og einhver í viðbót sem ég náði ekki að skrá niður.
Skoðunarmenn
Anton og Guðni
Varamaður
Halldór Arinbjarnarsson

Önnur mál

Árshátíð og sýning LÍv í Reykjavík haustið 2020 verður ekki haldin sökum Covid 19

Rætt var um að reyna blása meira lífi í félagið en það er flókið á tímum sem þessum.

Styrkveitingar: einn styrkur liggur fyrir en það er fjárveiting í Kaldbaksveg, lagt er fyrir aðalfund að framlengja þennan styrk sem hafði verði samþykktur á aðalfundi 2019. Tillaga samþykkt.

Fjárhagsstaða félagsins rædd og menn sammála um það að sjóðir félagsins séu of miklir en flókið mál sé að fjárfesta í réttum hlutum sem nýtast sem flestum félagsmönnum sem best.
Formaðurinn sýndi fram á að þó sé ekki nema keypt bakpoki, stöng og ýla fyrir alla félagsmenn duga sjóðir félagsins ekki til þess.

Rætt var um veg inn Kaldbaksdal og jafnvel styrkveiting en ekki tekin afstaða með því.

Bókað er sem verkefni fyrir nýja stjórn að ýta skal á að vefmyndavél í Lamba komast í gang í vetur.

Talað var um að heimasíða LIV er ekki góð og þarf að ráðast í endurbætur á henna sem fyrst.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Hólmgeir Sigurgeirsson ritar.