Fundargerð 2016
Aðalfundur Ey-Lív 2016
Aðalfundur EY-LÍV
Fimmtudaginn 27. október 2016 kl. 20:00 á 2. hæð Greifans Akureyri
Veitingar, pizzur og gos, framreitt af Greifanum
Frá stjórn EY-LÍV mættu:
Árni Grant, Gísli Pálsson, Viðar Pálsson.
Fundarsetning.
Gísli Pálsson, gjaldkeri, setti fundinn fyrir hönd stjórnar í fjarveru formanns.
1. Kjör fundarstjóra og ritara.
Gísli kynnti tillögu stjórnar um að Smári Sigurðsson yrði fundarstjóri og Gunnar Örn Gunnarsson fundarritari. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fundarstjóri tók til máls og mynnti fundarmenn á að aðalfundur væri æðsta vald hvers félags og á aðalfundi væri hægt að gera hvað sem er meðan það stangast ekki á við lög félagssins og stjórn hafi ekki meira vald en fundarmenn. Fundarstjóri gekk úr skugga um lögmæti fundar og þar sem engar athugasemdir komu fram var gengið til dagskrár.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
Gísli Pálsson flutti skýrslu stjórnar. Í máli hans kom fram að veturinn 2017 sæi EY-LÍF um landsmót LÍV í Kerlingafjöllum.
3. Umræða um skýrslu stjórnar.
Þessum dagskrárlið var slegið saman við dagskárlið 6, sjá síðar.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir. Fundarstjóri benti á að fjárhagsárið væri 1. sept. til 31. ágúst.
Gjaldkeri, Gísli Pálsson, kynnti ársreikninga félagsins fyrir síðasta starfsár.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreikninga.
Nokkrar spurningar voru t.d. út í misræmi félagsgjalda, greiðsla nillavagnar og fl. sem gjaldkeri útskýrði. Þá var bent á að ýtarlegri skýringar mættu fylgja skýrslunni og var þeirri beiðni komið til nýrrar stjórnar. Fundarstjóri gaf sér það að ársreikningur væri undirritaður af stjórn og skoðunarmönnum og bar hann upp til samþykktar. Enginn mótmælti og var hann samþykktur samhljóða.
6. Lagabreytingar.
Engar lagabreytingar lágu fyrir þennan fund.
7. Kosning stjórnar.
Fundarstjóri mynnti á að allir félagsmenn væru kjörgengir í stjórn. Einnig yrði kosning nú afbrigðileg að því leyti að Sigmar Bragason óskaði eftir úrsögn úr stjórn og sæti ekki sitt seinna ár. Þess vegna þyrfti að kjósa eftirfarandi:
1 varamann til 1. árs í stað Sigmars
2 stjórnarmenn til 2. ára
1 varamann til 2. ára
Tillaga uppsillingarnefnd var eftirfarandi:
Formaður til 1. árs Tryggvi Tryggvason
Stjórnarmaður til 2. ára Rögnvaldur Guðbrandsson
Stjórnarmaður til 2. ára Gunnar Örn Gunnarsson
Varamaður til 2. ára Ari Fossdal
Varamaður til 1. árs Gísli Pálsson (í stað Sigmars)
Guðmundur Hannesson situr sitt seinna ár sem stjórnarmaður.
Viðar Pálsson situr sitt seinna ár sem stjórnarmaður.
Fundarstjóri óskaði eftir öðrum tilnefningum en engar bárust og var þessi tillaga uppstillingarnefndar samþykkt.
8. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Engin mótframboð komu við sitjandi skoðunarmenn og voru því Anton Brynjarsson og Guðni Hermannsson kosnir til að sitja áfram. Ekki þótti ástæða til skoðunarmanns til vara.
9. Önnur mál.
Öryggismál: Fundarstjóri hóf umræðuna með að benda á að Slysavarnafélagið Landsbjörg væri búið að setja upp prufustöð fyrir snjóflóðaýla á Grenivík og slysavarnardeildin á Akureyri væri búin að kaupa annan sem setja á upp í Hlíðarfjalli. Hann viðraði þá hugmynd um að EY-LÍF mundi kosta einn slíkann fyrir Glerárdal. Mynnti hann að kostnaður væri um 350þ. við búnaðinn. Útilíf væri söluaðili og tækið frá Ortovox.
Umhverfismál: Umræða skapaðist vegna framkvæmda við Glerá, hvort vélsleðamenn fengju að fara um svæðið og notfæra sér vegi og aðstöðu. Júlíus Jónsson og Tryggvi Tryggvason, sem rætt höfðu við embættismenn, fengu þau orð að vélsleðamönnum yrði ekki hindraður aðgandur að svæðinu. Lagt var til að stjórn yrði vakandi yfir málinu.
Byggingar: Bent var á að fyrirhugað væri bygging nýs hús í Gili í Fjörðum en ekki lá fyrir formleg beiðni um styrk. Sama var upp á teningnum varðandi Heljuskála og fóru þessi mál ekki lengra.
Styrkveitingar: Gísli Pálsson benti á að stjórn hefði lítið fé til ráðstöfunar til styrkja eða annara útgjalda þar sem lög félagsins hefðu verið hert á aðalfundi síðasta árs þegar lið 5 í lögunum var breytt. Nú þyrfti leyfi aðalfundar til að úthluta styrkjum, t.d. að beiðnir til styrkja mætti samþykkja á félagsfundi. Einnig benti hann á að engar beiðnir hefðu borist stjórn í 2 ár. Fundarstjóri las upp tilgang félagsins. Fundarmenn eru því sammála að félagið sé ekki rekið til að safna að sér fé.
Gísli Pálsson lagði fram tillögu þess efnis allar styrkveitingar fari í gegnum stjórn. Ef stjórn þyki beiðnin málefnaleg verði hún borin upp á félagsfundi til samþykktar.
Umræða kom strax í kjölfarið á því hvaða hringlandaháttur væri á þessar löggjöf en viðurkenndu afmarkanir hennar. Gísli útskýrði að gömlu lögin hindruðu ekki að sjóðir félagsins yrðu tæmdir og hafi ný lög því verið samþykkt í andstöðu hans. Nú sé komið í ljós að fjárveiting sem lögin veita eru of þröng. *
Árshátíð í Rvk: Gísli Pálsson kom með tillögu um hvort ætti að niðurgreiða miða félagsmanna EY-LÍF á árhátíð LÍV sem fer fram í Reykjavík á þessu ári. Tvær útgáfur voru að tillögunni þ.e. að niðurgreiða miðann að fullu eða að hálfu. Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti að félagið greiddi að helmingi, til móts við félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald, árshátíðarmiða LÍV 2016.
Námskeið: Gísli Pálsson bar fram tillögu um að halda námskeið í snjóflóðavörnum félagsmönnum að kostnaðarlausu. Var það samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
* Upp kom sú ósk að varpa upp á skjáinn lögum félagsins. Var farið á heimasíðu LÍV og þar á undirsíðu EY-LÍV og lögunum varpað upp. Þá kom í ljós að 5. grein laganna hafði ekki verið uppfærð og sköpuðust heitar umræður um eftir hvaða reglum stjórnin ætti að vinna þ.e. því sem stæði á síðunni eða óskrifuðum lagabreytingum frá síðasta aðalfundi. Niðurstaðan varð að mikill meirihluti vildi fresta aðalfundi svo stjórn gæti undirbúið þennan lið betur. Einnig gæfist fólki tími til að senda inn styrktarbeiðnir sem væri þá hægt að taka fyrir. Lagt var til að framhalds-aðalfundur yrði innan mánaðar. Fram var tekið að framhaldsfundurinn gæti aðeins tekið á liðnum önnur mál og þá einungis á þeim liðum sem ekki voru kláraðir eða bættast við fyrir framhaldsfuninn.
Fundi frestað.
Fundarritari: Gunnar Örn Gunnarsson
*************************************************************************
Fimmtudaginn 10. nóvember 2016 kl. 20:00 á 2. hæð Greifans Akureyri
Veitingar, pizzur og gos, framreitt af Greifanum
Frá nýrri stjórn EY-LÍV mættu:
Tryggvi Tryggvason, Guðmundur Hannesson, Viðar Pálsson, Gunnar Örn Gunnarsson.
Fundarsetning.
Stjórn lagði til að í fjarveru síðasta fundarstjóra, Smára Sigurðarsonar, myndi Guðmundur Hannesson ganga í hans starf.
Það var samþykkt af fundarmönnum.
Fundarstjóri gékk úr skugga um að fundurinn hafi verið boðaður með réttum hætti og taldist löglega til hans boðað.
Fundarstjóri áréttaði að þetta væri framhaldsfundur og því aðeins tekið á þeim málum sem eftir stóðu frá síðasta fundi.
Lög: Hann sýndi félagsmönnum að lög félagsing, þá aðalega 5. grein þeirra, væru nú uppfærð og rétt á heimasíðu LÍV.
Þau eru sem hér segir:
Stjórn félagssins kemur fram fyrir hönd þess milli aðalfunda og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þess setja. Stjórnin mótar starfsemi félagssins milli aðalfunda og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Samþykki aðalfundar þarf fyrir ráðstöfun fasteigna svo og fyrir fjárskuldbindingum og ráðstöfunum lausafjár sem nemur hærri upphæð en hálfum árlegum hagnaði félagsins, reiknað sem meðaltal seinustu tveggja reiknisára.
Einnig fór formaður yfir það hvernig lögin hefðu verið fyrir breytingu.
Fundarstjóri fór yfir það hvað þetta þýðir eða að stjórnin hefur núna um 530.000 kr. til að reka félagið þetta árið þ.m.t. fundi, haust- og vorfagnað og allt annað sem kemur að rekstri félagsins. Umræða skapaðist þar sem einhverjir túlkuðu þessa grein þannig að þetta fé væri ætlað í annað en almennan rekstur félagsins en þess er hvergi getið og var það leiðrétt.
Í framhaldi bar fundarstjóri upp tillögu frá stjórninni þess hljóðandi:
“Stjórnin ber fram þá tillögu að henni sé veitt aukið fjármagn til ráðstöfunar, en það sem henni er gefið í 5. grein laganna, að hámarki 1.500.000 kr. til að standa kostnað af ýmsum verkefnum sem líta undir félagið”
Var henni varpað á skjávarpa og umræða tekin um hana.
Meðal annars kom fram að stjórn gerði tillögur að reglum um styrkveitingar og kæmi með á næsta aðalfund.
Kristinn Svanbergsson kom með þá spurningu hvar mörkin lægu með það að ganga á höfuðstólinn í stað þess að styrkir og rekstur væru teknir af vaxtatekjum höfuðstóls en þá var aftur bent á að í lögum EY-LÍV er tilgangur félagsins ekki að safna peningum. Einnig bar hann upp að félagið hafi styrkt Súlur um björgunarvagn (nillavagn) en var það leiðrétt sem greiðsla fyrir snjóflóðanámskeið og gæslu sem unnin var af Súlum. Þá benti hann aftur á að nánari skýringar vantaði með árskírslu félagsins. Einn fremur benti hann á að breyta mætti tillögunni á þá leið að stjórn yrði að bera styrkveitingar undir félagsfundi til samþykktar og fékk þetta ágætan hljómgrunn. Þó sögðust margir bera fullt traust til stjórnar, kosinni af félagsmönnum, til að fara alfarið með þessi mál.
Var því tilagan borin til atkvæðagreiðslu í óbreyttri mynd og fékk samþykki yfirgnæfandi meirihluta.
Vatnahjallavegur: Þar næst talaði fundarstjóri um að stjórn væri búin að leggja töluverða vinnu í að kanna eignarstöðu EY-LÍV í vatnahjallarvegi og talað meðal annars við Eyjafaraðarsveit, Vegagerðina, Kugga, Eirík, Smára og fl. Engar skriflegar heimildir né annað er til þess efnis að félagið eigi nokkurn hlut í veginum nema það sem bókfært er í ársreikningum félagsins sjálfs. Síðasta skráning vegarins hjá Vegagerðinni var 2010 þegar Landmælingar uppfærðu skráninguna og þar stendur að þessi vegur er opinn vegur almenningi og er fær. Engin önnur skráing finnst hjá Vegagerðinni eða annarsstaðar. Einnig staðfesti Kuggi það að aldrei hafi verið unnið að lögskráningu neinna pappíra sem sögðu til um hlut EY-LÍF í veginum. Í upphafi var fengið leyfi hjá Eyjafjarðarsveit til að fara í framkvæmdina og leyfi landeiganda fengið og alltaf staðið til að koma veginum í hendurnar á Vegagerðinni og er hann skráður þar núna.
Tillaga stjórnar væri því að unnið yrði að því að þessi skráning vegarins, sem eign í bókhaldi félagsins, yrði komið út.
Umræða kom um að hann hefði verið skráður sem eign þar sem það hefði verið skuld við Árna í honum en engin krafa um greiðslu borist frá honum. Einnig héldu menn að Árni hafi rukkað inn styrk frá Vegagerðinni í veginn. Voru menn almennt sammála um að félagið héldi áfram að ýta við Vegagerðinni með viðhald á veginum.
Var tillagan um að stjórn ynni í því að afskrifa hann úr bókhaldi félagsins borin upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með miklum meirihluta.
Hjörvarsskáli: Fundarstjóri minntist á gamalt verkefni stjórnar um að nálgast eigendur Hjörvarsskála um aðgegni félagsmanna og styrkveitingar í stækkun skálans. Tóku eigendurnir vel í það og verða áframhaldandi viðræður við þá á næstu misserum.
Innanbæjarakstur: Fundarstjóri talaði því næst um lögreglusamþykkt þess efnis að sekta menn sem uppvísa verða af því að aka vélsleðum innan bæjarmarkanna t.d. til að fara á næstu bensínstöð til að taka bensín. Stjórn hefur rætt þetta, Guðmundur farið á fund hjá bæjarstjóra og stjórnin sent honum erindi þess efnis að viðræður yrðu teknar upp með EY-LÍV um breytingar á lögreglusamþykktinni um að leyfilegt verði að fara á næstu bensínstöð og út úr bænum. Bæjarstjóri hélt sjálfur að þetta væri leyfilegt. Einnig er ekki vitað til þess að slys eða hætta hafi nokkurn tíma skapast af þessu. Eina neikvæða umfjöllunin í þessu máli er hávaði sem skapast þegar menn gæta ekki hófs í akstri út úr bænum og er það okkar hagur að mælast til að menn hafi hömlur á inngjöfinni. Rætt var um t.d. það ónæði sem íbúum efra síðuhverfis er af þessu og farið á leit við menn að fara yfir vegin og ekki keyra upp á hljómununinni. Einnig var rædd Hlíðarfjallsskálin (syðriskálin) og stífluframkvæmdir á Glerá.
Árshátíð: Árshátíð var næst rædd og auglýsingu varpað á vegginn. Rætt var um gistingu, miðakaup og að menn fengju 50% styrkinn með því að koma kvittun til stjórnar.
Fundi slitið og tekið til veitinga.
Fundarritari: Gunnar Örn Gunnarsson