EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð aðalfundar 2010

Fundargerð aðalfundar 2010

Aðalfundur EY-LÍV
Fimmtudaginn 30. september kl. 20:00 í Vín í Eyjafjarðarsveit1. Fundarsetning
Birkir Sigurðursson stjórnarformaður setti fundinn fyrir hönd stjórnar..2. Kjör fundarstjóra og ritara
Formaður kynnti tillögu stjórnar um að Smári Sigurðsson yrði fundarstjóri og Hjalti Páll Þórarinsson yrði fundarritari. Tillagan samþykkt samhljóða. Fundarstjóri gekk úr skugga um lögmæti fundar og svo var gengið til dagskrár.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs
Formaður flutti skýrslu stjórnar.

4. Umræða um skýrslu stjórnar
Þessum dagskrárlið slegið saman við dagskárlið 6, sjá síðar.

5. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir
Gjaldkeri, Ármann Sverrissson kynnti ársreikninga félagsins fyrir síðasta starfsár.

6. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla ársreikninga
Fundarstjóri gaf orðið laust til umræðna um skýrslu stjórnar og ársreikninga. Enginn kvað sér hljóðs, ársreikningar samþykktir samhljóða.

7. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar að þessu sinni.

8. Kosning stjórnar
Lögð var fram tillaga um nýja menn í stjórn sem var á þessa leið:
Formaður til 1 árs        Birkir Sigurðsson
Stjórnarmaður til 2ja ára    Heiðar Jónsson
Stjórnarmaður til 2ja ára    Guðni Hermannsson
Varamaður í stjórn  Guðmundur Hannesson

Tillagan samþykkt samhljóða. Áfram sitja í stjórn Ármann Sverrisson og Viðar Pálsson.

9. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara
Lögð var fram tillaga um að skoðunarmenn og varamaður yrðu þeir sömu og í fyrra. Tillagan samþykkt samhljóða. Skoðunarmenn eru þá Halldór Jónsson og Sveinn Jónsson.

10. Önnur mál
Vatnahjallavegur: Stjórn fékk á síðasta aðalfundi 1,5 milljónir til að nota til að klára veginn. Það var ekki gert vegna ýmissa ástæðna. Greint var frá því að Dalbjörg ætlar að sá í öll sár við veginn næsta vor. Umræður.
Lögð fram tillaga um að aðalfundur veiti stjórn umboð til að verja allt að 1,5 milljónum til viðbótar við 1,5 milljónum frá fyrra ári, samtals 3 milljónum af sjóðum félagsins, til þess að klára Vatnahjallaveg. Tillagan samþykkt samhljóða.

Fyrirspurn: Fyrirspurn barst um mál frá síðasta aðalfundi um samstarf við Ferðafélagið um afnot af skála/skálum félagsins fyrir félagsmenn EY-LÍV. Formaður greindi frá því að viðræður stæðu yfir við Ferðafélagið

Umhverfismál: Formaður greindi frá fundi sem hann sótti hjá SAMÚT (Samtök útivistarfólks) um umhverfismál. Var þar sérstaklega rætt um Þjórsárver og Hofsjökul og fyrirhugaðar takmarkanir á umferð þar.  Rætt um mikilvægi þess að bæði LÍV og SAMÚT beittu sér í þessu máli og skyldum málum til þess að verja hagsmuni aðildarfélaga sinna, þ.m.t. EY-LÍV.

Vetrarsport – sýningin: Fyrirhuguð 10.-12. febrúar 2011. Sýningin þótti heppnast vel í fyrra á nýjum tíma og fyrirhugað að halda sig við sýningu í febrúar. Formaður greindi frá því að ýmsar hugmyndir væru í gangi varðandi aukið umfang sýningarinnar í samstarfi við Akureyrarstofu og fleiri aðila.

Athugasemd – ábending: Ella gerði athugasemd við að hún væri ekki lengur skráð sem félagsmaður í EY-LÍV. Sennilega væri þar um mistök að ræða þegar aukafélagaaðild hafi verið felld niður. Óskaði hún eftir leiðréttingu á þessu og beindi þeim fyrirmælum jafnframt til stjórnar að ganga úr skugga um það að ekki væru fleiri félagsmenn í hennar sporum. Stjórn tekur málið til skoðunar.

Kaffiveitingar
Boðið var uppá dýrindis kaffiveitingar að hætti hússins. Umræður héldu áfram yfir kaffibollunum um ferðir, tæki og tól á almennum nótum.

Fundi slitið.

Fundarritari: HPÞ