Vorferð LÍV 2025
Stefnt er á dagsferð á Vatnajökul laugardaginn 24. maí með fararstjóra og stuttan rúnt á sunnudeginum ef veður og heilsa leyfir.
Áætluð fararstjórn verður um Humarkló, Esjufjöll, Kverkfjöll, Svöludal og Goðahrygg m.a.
Vatnajökulssvæðið hefur upp á nóg að bjóða bæði fyrir trail og leik.
Hvernig væri að enda þennan tíðindalitla sleðavetur með ógleymanlegri ferð!
Gisting á hótel Jökulsárlón:
1 manns herbergi 30.700 kr. nóttin
2 manna herbergi 34.600 kr. nóttin
Morgunmatur og SPA innifalið
Bókanir á addi@glhotel.is
Kveðja, stjórnin