Fréttir, Fréttir LÍV RVK

Nýliðakvöld LÍV-REYKJAVÍK

Kynningarfundur LÍV fyrir nýja sem og eldri og reyndari sleðamenn.
Fimmtudaginn 13. mars kl. 19:00 verður fundur fyrir alla sleðamenn, unga sem eldri, nýliða og reyndari.
Fundurinn verður haldinn í salnum Veislusmára, Sporhömrum 3, 112 Reykjavík
Á fundinum verður farið yfir hlutverk LÍV, ferðamennsku, búnað og helstu sleðasvæðin.
  • 1. Kynning á LÍV – hvers vegna að vera með
  • 2. Reynsluboltar kynna hvað þeir hafa með sér á fjöll, hvernig sleði hentar ólíkum aðstæðum og hvað þarf að hafa í huga.
  • 3. Hvert erum við að fara með þessar sleðakerrur ! Ýtarleg yfirferð yfir helstu sleðasvæðin, hvar er best að taka af og skemmtilegar sleðaleiðir.
Félagsmenn í LÍV er fólk á öllum aldri sem á það sameiginlegt að hafa gaman að útivist og sleðaakstri. Sleðasportið er mikið til félagasport sem litlir og stærri hópar stunda saman. Hagsmunir LÍV eru því að sem flestir geti stundað þetta sport á sem skemmtilegastan og öruggastan hátt. Það er m.a. með því að miðla þekkingu og reynslu til sem flestra en mjög margir geta sagt sögu af því að hafa kynnst sleðafélögum í gegnum félagsskap LÍV.
Hvetjum alla sleðamenn að mæta, nýja sem og reyndari, fræðast um hvað landið okkar hefur uppá að bjóða fyrir sleðamenn, skiptast á sögum og fá hugmyndir fyrir næstu sleðaferð.
Nánari upplýsingar um félagið og vetrardagskrána er að finna á vef félagsins www.liv.is og facebook síðu félagsins LÍV – Landsamband íslenskra vélsleðamanna
Stjórn LÍV-REYKJAVÍK