Komið þið heil og sæl öll sömul.
Fyrir óþreyjufulla og fróðleiksfúsa, koma hér upplýsingar um árshátíð og sýningu LÍV 2025 á Akureyri.
Sýningin verður með örlítið breyttu sniði en áður eða 11:00 – 17:00 laugardaginn 22. Nóv. Sami staður og síðast, reiðhöll Léttis, Safírstræti 2. Verður þetta fyrirkomulag keyrt til prufu og árangur og ánægja metin í framhaldinu.
Hins vegar gefst félagsmönnum kostur á að kíkja á uppsetningar/forsýningar föstudagskvöldið 21. frá kl. 19:00 – 21:00 hjá þeim sýnendum sem það vilja. Þar mæta félagsmenn, sjá og taka þátt í smá fyrir-partíi þar sem sýnendur verða að setja upp bása og möguleiki á að einhverja nýjungar líti dagsins ljós (hver vill ekki vera fyrstur að sjá). Áfengi ógildir ekki miðann en klárlega ofurölvun.
Á laugardagskvöldið hópumst við svo í Sjallann og hefjum formlega árshátíð. Húsið opnar 20:00 með fordrykk og minnum við á að öllum er frjálst að „sponsa“ þann viðburð í stað nafngiftar eða auglýsingar. Áhugasamir hafi samband á eyliv@liv.is
Maturinn byrjar 21:00 að staðartíma með margréttuðu matborði að hætti Rub23 þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað að naga.
Veislustjórinn að þessu sinni er enginn annars en Gísli Vegamótaprins að vestanverðu landinu. Líklegt þykir að enginn komist hjá því að brosa, þó ekki væri nema út í annað, af vestfirskum spakmælum hans.
Happdrættið verður á sínum stað með svipuðu fyrirkomulagi og síðast. Posar á staðnum en munið „cash is king“.
Þegar matur, vín, hlátur og gleði eru við það að sigra mannskapinn mun húsvíska stórhljómsveitin Greifarnir sjá okkur fyrir dansiballi fram í nóttina. Pússið því dansskónna, setjið fötin í hreinsun og munið að bjóða maka með. Því fleiri sem mæta því skemmtilegra getur þetta orðið. Saman gerum við frábært kvöld.
Gisting á tilboði hefur borist frá hótel Hálöndum og hótel Akureyri. Ef fleiri gististaðir bætast við munum við birta þær á Fb og liv.is
Hótel Hálönd:
Afslátt af gistingu með kóðanum 2025LIV20. Bóka þarf í gegnum heimasíðu hótelsins, www.hotelhalond.is
Hótel Akureyri:
Hjá hótel Akureyri er voucher kóðinn EY-LÍV25 og bóka í gegnum heimasíðuna www.hotelakureyri.is og er morgunmatur innifalinn í verðinu. Eftir að smellt er á „Bóka“ opnast gluggi til að fylla út nafn og upplýsingar en þar fyrir ofan er lína fyrir „Voucher“. Ef hann birtist ekki gildir ekki afsláttur fyrir valið herbergi.
Við munum láta vita ef fleiri tilboð berast í gistingu.
Með bestu kveðjum
Stjórn EY-LÍV