Fréttir, Fréttir LÍV RVK

Ýlatester við Vörðu

LÍV-Reykjavík eins og önnur svæðafélög hefur styrkt Safetravel í gerð ýlaprufuskiltis sem síðdegis í dag var komið fyrir við Bragabót á Lyngdalsheiði eða Vörðu eins og flestir þekkja. Skiltið er á bráðabirgðaundirstöðum en verður komið á varanlegar undirstöður um leið og færi gefst. Ítarlegar leiðbeiningar eru á skiltinu um notkun þess en í grófum dráttum er ekið er að skiltinu með ýlinn á sendingu og gefur skiltið ljósmerki ef ýlirinn er í lagi.

Stjórn LÍV-Reykjavík vill óska vélsleðamönnum til hamingju með þessa viðbót í öryggi okkar til fjalla.