Fréttir, Fréttir LÍV RVK

Vetrarstarfið hjá LÍV-Reykjavík

Eftir langa þurrkatíð er snjórinn loks farinn að láta sjá sig í borg óttans og hafa óþreigjufullir sleðamenn þeyst á fjöll í leit að heppilegum aðstæðum. Frekar rýrt er orðið á götunni en virðist úrkoman næstu daga ætla að bæta vel í. Vetrarstarfið fer því að detta í gang og er dagskráin fram á vor komin hér inn á síðuna.

Við byrjum á fróðlegum fyrirlestri frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi í janúar og leitum svara við því hvort snjóalög hafi í raun svona miklu betri í den! Í febrúar verður haldið nýliðanámskeið á vegum Björgunarskóla Landsbjargar, ætlar Gísli Páll Hannesson, margreyndur vélsleðamaður og meðlimur í Björgunarsveitinni Kyndli að kenna nýliðum sem lengra komnum grunnatriðin í ferðamennsku á fjöllum. Í mars hittumst við á verkstæðinu hjá Nítró Sport ehf og lærum hverju þarf að huga að í viðhaldi vélsleða. Í apríl er svo komið að kynningu frá umboðunum á 2020 línunni.

Í hverjum mánuði verður einnig skundað á fjöll í kjölfar ferðanefndar og ættu allir að geta fundið sér ferð við hæfi, byrjendur jafnt sem lengra komnir.

Þegar nær dregur hverjum viðburði verður svo settur upp event á facebook, frétt á heimasíðuna og sent sms á alla félaga.

kveðja

Stjórnin