Fréttir, Fréttir LÍV EY, Fréttir LÍV RVK, Fréttir LÍV SNÆ

Tilkynning frá stjórn LÍV

Vegna fréttafluttnings af breytingum á tryggingum torfæruskráðra ökutækja vill stjórn LÍV koma eftirfarandi á framfæri:

  • Skv svörum frá tryggingafélögum sem borist hafa í morgun munu fyrirhugaðar lagabreytingar sem taka gildi 1. janúar næstkomandi ekki hafa áhrif á ábyrgðartryggingu torfæruskráðra ökutækja.
  • Slysatrygging ökumanns fellur niður við næstu endurnýjun tryggingarskírteinis, ekki við næstkomandi áramót.
  • Við þessa breytingu munu iðgjöld skyldutrygginga torfæruskráðra ökutækja lækka.
  • Notendum torfæruskráðra ökutækja verður gert kleift að tryggja sig sérstaklega fyrir slysum á torfæruskráðum ökutækjum.

Á næstu vikum munu svæðafélögin halda kynningarfundi þar sem fulltrúum tryggingafélaga verður boðið til að kynna frekar hvaða áhrif þessi lagabreyting hefur í för með sér.

Stjórnin