Vorslútt LÍV
Eins og svo oft áður líður veturinn undir lok og þá reynum við að taka síðustu hópferð félagsins á vetrinum. Nú á að slá saman í eina ferð og ætlar Ey-LÍV að skipuleggja vorslútt LÍV frá Kleifum á Ólafsfirði laugardaginn 11. maí. Farið verður af stað um 11:00 og keyrt um Tröllaskagann. Eftir túrinn verður boðið í grill og drykk.
Nú er bara að tína dótið út í bíl og gera sig klár því við krossum fingur að veðurguðirnir bregðist okkur ekki og sólin skíni eins og spár sýna núna.
Færið er frábært og nóg af snjó. Enginn sleði skilinn eftir, séð til þess að allir félagar komist með sem mæta með sleða á skaflinn.
Endilega að deila á sem flesta félaga
Stuðkveðja, stjórnin.