Fréttir

Landsmót LÍV 2024 Kerlingarfjöllum

Þá er loks komið að því, 40 ára afmælishátíð og landsmót í Kerlingafjöllun um næstu helgi. Dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Föstudagur 5. Apríl
Opið fyrir innritun frá kl 15.00
Réttur dagsins er Íslensk Kjötsúpa og verður heit súpa fáanleg fram eftir kvöldi fyrir þá sem verða seint á ferðinni.

Laugardagur 6.Apríl
Brottför í skipulagðar ferðir um svæðið kl. 11.
Boðið verður upp á tvær skipulagðar ferðir, annars vegar giljarenning um Kerlingafjöll fyrir fjallageitur og hins vegar útsýnishring um svæðið fyrir jarðbundnara sleðafólk.
Fordrykkur á veröndinni kl 17-18
3ja rétta kvöldverður og skemmtidagskrá hefst kl 19.
Stebbi Jak sér svo um stemninguna fram eftir kvöldi

Sunnudagur 7.Apríl
Heimför -útritun stendur til 11.00
Bóka þarf seinni útritun í móttöku gegn gjaldi.

Muna svo eftir rafræna félagsskírteininu!

Spáin er góð fyrir föstudag og laugardag en eitthvað bætir í vind á sunnudag með úrkomu norðan jökla.
Snjóflóðahætta hefur verið talsverð norðan heiða í dag og undanfarna daga. Hvetjum við mótsgesti til að huga vel að snjóflóðabúnaði áður en haldið er til fjalla.

Sjáumst í fjöllunum

Stjórnin