Fréttir

Landsmót LÍV 2024 Kerlingarfjöllum

Landsmót LÍV verður haldið helgina 5. – 7. apríl 2024 í Kerlingarfjöllum og í tilefni 40 ára afmælis LÍV ætlar félagið að bjóða til kvöldverðar.
Margvísleg gistiaðstaða er í boði og fara bókanir fram á vef Kerlingarfjalla eða kerlingarfjöll.is og opnar bókun sunnudaginn 21. janúar.
30% afsláttur er af einni nóttu og 40% ef bókaðar eru tvær. Afslátturinn er virkjaður á bókunarsíðunni með því að setja inn kóðann LIV1984 við upphaf bókunar. Morgunverður er innifalinn í gistingunni og eru gistirými allt frá svefnpokaplássi upp í uppábúnar svítur og einkaskála svo flestir ættu að finna gistingu sem hentar hverju veski.

.                                               — Við bókun gildir fyrstir koma, fyrstir fá! —

Við innritun þarf svo að framvísa rafrænu félagsskírteini, sem aðgengilegt er félagsmönnum á liv.is/felagsskirteini en félagatal verður einnig á staðnum fyrir þá sem vilja skrá sig eða eru nýskráðir.

Þessi viðburður er fyrir alla aldurhópa, allar tegundir af sleðum, gamla sem nýja og alla getu sleðamanna hvort sem þeir eru að setjast á sleða í fyrsta skipti eða þaulvanir sleðahundar.

Það geta allir komið, eingöngu spurning um ákvörðun!
Kveðja, stjórn LÍV