Sleðaferðir á Ströndum og LÍV-Reykjavík slá botninn í veturinn með fjölskyldudegi á Jökulhálsleið við rætur Snæfellsjökuls næstkomandi laugardag 11.05. Nýjir sleðar frá umboðunum verða á staðnum til prufu og stjórn LIV-Reykjavík stendur vaktina á grillinu. Herlegheitin hefjast kl.12 en klukkan 14 ætla strákarnir í Sleðaferðum á Ströndum að leiðsegja hópinn í ferð um nágrenið eins og snjóalög leyfa. Nú er um að gera að draga fjölskylduna á fjöll og njóta góða veðursins í góðum félagskap.
Lagt er á Jökulhálsinn frá Arnarstapa en kort af leiðinni má sjá á facebook síðu viðburðarins.
Stjórnin