NÚ ENDURTÖKUM VIÐ LEIKINN !!!
EY-LÍV félagsmenn.
Okkur er umhugað um þitt öryggi (sem og annara )
Með því að eiga, nota, kunna á og hafa með ertu ekki að bara að bæta öryggi þitt heldur allra sem þú ferðast með eða kemur að. Það er lítið vit í að vera með öryggisbúnað sjálfur, lenda í flóði og félaginn getur ekkert gert því hann er ekki með rétta búnaðinn.
HUGSAÐU MEÐ HVERJUM ÞÚ ERT AÐ FARA – ERU ÞEIR ÚTBÚNIR TIL AÐ BJARGA ÞÉR!
EY-LÍV styður félagsmenn sýna með styrk í kaup á snjóflóðastöng, snjóflóðaskóflu, snjóflóðaýli eða snjóflóðapoka. Þú kaupir einn, nokkra eða alla þessa hluti og EY-LÍV styrkir þig um 50% en að hámarki 20.000kr.
Skilyrði eru að:
þú þarft að hafa borgað félagsgjöld 2022 og 2023
þú þarft að versla sem einstaklingur, ekki vsk no
þú þarft að kaupa af innlendum birgja/söluaðila
þú þarft að senda afrit af nótu á eyliv@liv.is
þú þarft að senda bankaupplýsingar með
Þú þarft að gera þetta allt fyrir 1.júní ’23
Endilega deilið á félaga EY-LÍV
Með snjókveðjum
stjórn EY-LÍV