Aðalfundur Ey-Lív 2023
Aðalfundur var haldinn á Greifanum 21. September.
Mættir voru sextán manns á fundinn.
Dagskrá aðalfundar
Kjör fundarstjóra og ritara.
Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
Umræða um skýrslu stjórnar.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.
Umræða um reikninga og þeir bornir fram til samþykktar.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar sbr. 4. grein og varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Önnur mál.
Benidikt formaður setur fund og skipar Halldór Arinbjarnarsson sem fundarstjóra og
Hólmgeir Sigurgeirsson sem ritara.
Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins með boðun og er hann boðaður samkv. Lögum.
- Skýrsla stjórnar
Benedikt formaður yfir síðast liðið ár.
- September var haldinn var aðalfundur á Greifanum
6. Nóv var haldinn stjórnarfundur og stjórn skipti með sér verkum - Nóv haldinn stjórnarfundur og dagskrá vetrarins rædd. Ákveðið að fara að leita að húsnæði fyrir sýningu og árshátíð næsta árs, þ.e. 2023. Alls urðu stjórnarfundir 8 á árinu.
- Nóv Fundur á Greifanum, fundarefni öryggismál og einnig var ákveðið að félagið haldi áfram að niðurgreiða öryggisbúnað fyrir félagsmenn. Einnig var rætt um sýningu og árshátíð, en þá var búið að aflýsa sýningunni sem vera átti í Reykjavík.
- des. Hittingur í Hesju, nokkuð góð mæting og menn skoðuðu vörurnar og ræddu málin.
- jan. Nýársgleði Eylív haldin hjá Tryggva Aðalbjörns og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
- mars. ferð með myndavél í Lamba, en vegna snjóþyngsla á sólarrafhlöðunni komst hún ekki í gang. Það er í vinnslu að koma upp sér rafmagni fyrir vélina.
- mars. fundur á Greifanum, fundarefni landsmót Lív á Mývatni og fyrirlestur Sveins Brynjólfssonar um snjóflóð og snjóflóðahættu. Var gerður góður rómur að fyrirlestrinum og einnig var fólk hvatt til að mæta á Mývatn.
24.-26. mars. Landsmót Lív á Sel hóteli við Mývatn sem tókst mjög vel, þó það hefði mátt vera meiri snjór en sleðaferðirnar á laugardeginum tókust vel og fóru allir kátir heim
Vorferð og slútt var áætlað í maí, en þá gerði sunnan vind með 10-20 stiga hita í marga daga þannig að snjóinn tók upp og ófært talið að stefna stórum hópi saman á sleða, t.d.við Grenivík.
Skýrslan var samþykkt.
- Gunnar Örn fór yfir síðasta fjárhaldsár og endurskoðaðir reikningar lagðir fram
Reikningar lagðir fram og engar athugasemdir gerðar við þá.
- Kosning stjórnar
Uppstillingarnefnd gerði tillögu um eftirfarandi inn í stjórn
Formaður til 1. árs: Benedikt Snorri Hallgrímsson
Stjórnarmaður til 2. ára: Fríða Stefánsdóttir
Stjórnarmaður til 2. ára: Jón Gunnlaugur Stefánsson
Varamaður til 2. ára: Benedikt Ásmundsson
Áfram sitja í stjórn:
Stjórnarmaður seinna ár = Ívar Már Halldórsson
Stjórnarmaður seinna ár = Marínó Þór Jónsson
Varamaður seinna ár = Jón Axel Stefánsson
Uppstillingarnefnd leggur til eftirfarandi skoðunarmenn reikninga:
Anton Brynjarsson
Guðni Hermannsson
Varamaður = Halldór Arinbjarnason
Þeir voru samþykktir
- Lagabreytingar
Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinum. - Önnur mál
Árshátíð og sýning Ey-Lív 2023
Búið er að bóka Sjallann fyrir árshátíð 25. Nóvember en gengið hefur erfiðlega að finna húsnæði undir sýninguna.
Boginn og íþróttahöllin eru ekki fáanleg, gamla Húsasmiðjan er í söluferli og núverandi eigendur hafa ekki viljað bóka hana en við ætlum að hafa hana sem plan B ef hún er ekki seld þegar nálgast þessa dagsetningu.
Verið er að bíða eftir svari hvort KA-heimilið sé laust þessa helgi en það er ekki komið á hreint.
Einnig er verið að skoða húsnæðið sem Börkurinn var í en það húsnæði stendur laust.
Upp kom umræða um hvernig ætti að reyna ná yngri vélsleðamönnum í félagið og kom talsverð umræða s.s. nýliða námskeið í notkun GPS og stuttar félagsferðir.
Rætt var hugmynd sem komið hafði upp að styrkja björgunarsveitir í nágreninu því peningalegar eignir félagsins eru orðnar talsverðar og meiri en svona félagsstarfssemi hefur þörf á en engin bókun var lögð fram.
Jón Ingi í Kálfsskinni sagði frá því að fyrir talsvert mörgum árum hafði Ey-Lív verið gefið Litla-Kot og kom það fundarmönnum á óvart, leita þarf af afsali til að skoða þetta mál betur.
Rætt var um að aðalfundur LIV verður laugardaginn 7.oktober kl. 15:00 á Hveravöllum og mönnum gefinn kostur á því að mæta.
Grill og gisting í boði LÍV
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið
Hólmgeir Sigurgeirsson ritar.