EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð Aðalfundar 2022

Aðalfundur Ey-Lív 2022

Aðalfundur var haldinn á Greifanum 20. September.

Mættir voru sextán manns á fundinn.

Dagskrá aðalfundar
Kjör fundarstjóra og ritara.
Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
Umræða um skýrslu stjórnar.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.
Umræða um reikninga og þeir bornir fram til samþykktar.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar sbr. 4. grein og varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Önnur mál.

Formaður setur fund og skipar Guðmund Hannesson sem fundarstjóra og
Hólmgeir Sigurgeirsson sem ritara.

Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins með boðun og er hann boðaður samkv. Lögum.
1. Skýrsla stjórnar

Gunnar Örn fór yfir síðasta fjárhaldsár og sökum covid 19 var það sem gert var á árinu algerlega
í lágmarki og í svipuðum takti og árið á undan.

28.sept 2021 var haldin aðalfundur á Greifanum og kosin stjórn
6.des 2021 bauð Ey-Liv félagsmönnum öryggisstyrk og voru það fimm manns sem þáðu styrk á
öryggisbúnaði.
20.mars 2022 var haldin félagsfundur á Greifanum og vélsleðaárgerð 2023 kynnt.
1-3.apríl Landsmót í Hrauneyjum
Annað félagstarf var ekki í gangi þetta árið.

Umræða var um að menn voru nokkuð sáttir með hvað fáir nýttu sér þennan öryggisstyrk sem
félagið bauð upp á, því þá eru væntanlega þessi mál í góðum gír hjá félagsmönnum.
Einnig skapaðist sú umræða hvort ætti að bjóða þetta aftur og láta það ná yfir lengri tíma og
jafnvel yfir eitt fjárhagsár.

Skýrslan var samþykkt.

2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
Næst voru reikningar lagðir fram og engar athugasemdir gerðar við þá.

3. Kosning stjórnar

Uppstillingarnefnd gerði tillögu um eftirfarandi inn í stjórn

Formaður til 1. árs: Benedikt Ásmundsson
Stjórnarmaður til 2. ára: Ívar Már Halldórsson
Stjórnarmaður til 2. ára: Marinó Þór Jónsson
Varamaður til 2. ára: Jón Axel Helgason

Áfram sitja í stjórn:
Stjórnarmaður seinna ár = Hólmgeir Sigurgeirsson
Stjórnarmaður seinna ár = Sigvaldi Gunnlaugsson
Varamaður seinna ár = Aðalbjörn Tryggvason

Uppstillingarnefnd leggur til eftirfarandi skoðunarmenn reikninga:
Anton Brynjarsson
Guðni Hermannsson
Varamaður = Halldór Arinbjarnason
Þeir voru samþykktir

5. Lagabreytingar
Engar lagabreytingar lágu fyrir

4. Önnur mál
Borin var upp sú tillaga að endurgreiða félagsmönnum 50% eða 100% af miðaverði á árshátíð
Landsambands Íslenskra Vélsleðamanna sem verður haldin í nóvember í Reykjavík
Samþykkt var samhljóða að niðurgeiða um 50%

Gunnar Örn fráfarandi formaður kom með eitt mál sem fjallaði um vatnsvermdarsvæði
Akureyringa og menn eru vísvitandi að keyra upp syðri skálina s.l. vetur í Hlíðarfjalli og fer það
ekki vel í Norðurorku. Vitað er hverjir þetta eru sem stunda þetta og eru þeir reyndir
vélsleðakappar.
NO er búið að legga í mikinn kostnað við að kanna hversu mikið magn þarf að leka þarna niður ef
t.d. vélsleðaslys verður og þarf ekki mikið magn til að menga svæðið í 20-30ár því það er stutt í
grunnvatn þarna.
Umfjöllun um þetta er ekki góð fyrir LIV og eru búnar að birtast nokkrar blaðagreinar um þetta
mál. Llíkur eru á því ef þessu fer ekki að linna verði vélsleðaakstur bannaður í Hlíðarfjalli.
Ný stjórn Ey-Liv tekur þetta mál til frekari skoðunar.

Rætt var um að aðalfundur LIV verður laugardaginn 1.oktober kl 15:00 á Hveravöllum og
mönnum gefinn kostur á því að mæta.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið
Hólmgeir Sigurgeirsson ritar.