EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð Aðalfundar 2021

Aðalfundur Ey-Lív 2021

Aðalfundur var haldinn á Greifanum 28. September.                                                                         

Dagskrá aðalfundar 

Kjör fundarstjóra og ritara.
Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
Umræða um skýrslu stjórnar.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.
Umræða um reikninga og þeir bornir fram til samþykktar.
Lagabreytingar.
Kosning stjórnar sbr. 4. grein og varamanna
Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Önnur mál.

Formaður setur fund og skipar Guðmund Hannesson sem fundarstjóra og
Hólmgeir Sigurgeirsson sem ritara.
Fundarstjóri kannar lögmæti fundarins með boðun og er hann boðaður samkvæmt lögum.

  1. Skýrsla stjórnar kynnti Gunnar Örn og sökum covid 19 var það sem gert var á árinu algerlega í lágmarki.
    Aðalfundur var haldinn á Greifanum 29.sept 2020, kosin var stjórn
    Það var félagsfundur hjá Stebba í Höfn 23.apríl með grilli og veitingum
    Annað félagstarf var ekki í gangi þetta árið.

Þessi skýrsla var samþykkt samhljóða

  1. Skýrsla og reikningar

Næst voru reikningar lagðir fram og engar athugasemdir gerðar við þá.

  1. Kosning stjórnar

Uppstillingarnefnd gerði tillögu um eftirfarandi inn í stjórn

Formaður til 1. árs:  Gunnar Örn Gunnarsson
Stjórnarmaður til 2. ára: Hólmgeir Sigurgeirsson
Stjórnarmaður til 2. ára:  Sigvaldi Gunnlaugsson
Varamaður til 2. ára:  Aðalbjörn Tryggvason

Áfram sitja í stjórn: 

Stjórnarmaður seinna ár = Kristján Ingi Jóhannsson
 Stjórnarmaður seinna ár = Halldór Jóhannesson
 Varamaður seinna ár = Ívar Már Halldórsson

Uppstillingarnefnd leggur til eftirfarandi skoðunarmenn reikninga:

Anton Brynjarsson
Guðni Hermannsson
Varamaður = Halldór Arinbjarnason

Þeir voru samþykktir

  1. Önnur mál

Borin var upp sú tillaga að endurgreiða félagsmönnum 50% af miðaverði á árshátíð Landsambands Íslenskra Vélsleðamanna sem verður haldin í nóvember í Reykjavík

Það var samþykkt samhljóða.

Tekið var dæmi frá formanni ef Ey-LÍV myndi láta alla sem skráðir eru í félagið eða 220mans hafa snjóflóðaýlir, skóflu og stöng að þá yrði það 73.000 á mann en þá væri innistæða félagsins búin.
Í framhaldi var talað um að styrkja þá félagsmenn sem ekki eiga þennan búnað en eru að fjárfesta í þessu.
Nýrri stjórn er falið að halda með þetta mál áfram.

Guðmundur Hannesson ræðir um að styrkja þyrfti eigendur Hjörvarsskála til að fara af stað með viðbyggingu við núverandi skála en núverandi eigendur hafa ekki bolmagn til þess eða dug til að ýta því úr vör og þarf því að koma þeim af stað í þetta með sjálfboðavinnu og peningastyrk.

Nýrri stjórn er falið að halda áfram með þetta mál.

Rætt var um að aðalfundur LIV verður 2.oktober á Hveravöllum og mönnum gefinn kostur á því að mæta.

Bjarki Sig kom með fyrirspurn á fundinn því styrkbeiðni upp á 8.000.000 til KKA vegna snjótroðara hafi ekki verið borin upp.
Stjórn svaraði því til að þessi styrkur til KKA fellur ekki innan lagaramma Ey-LÍV og því var henni hafnað.

Stjórnin beindi því til KKA að leita annara leiða til að fá styrk í þetta hjá Ey-LÍV t.d. að útbúa fræðsluefni  í  keyrslu á vélsleðum í myndbandaformi sem fræðsluefni fyrir félagsmenn Ey-LÍV.
Það væri eitthvað sem Ey-LÍV gæti styrkt.

Rætt var um snjóflóðaýlatesta og staðsetningu þeirra og upp úr þeirri umræðu kom að Gulli Crom ætlar að gefa Ey-LÍV annan en var búinn að gefa félaginu annan fyrir ári síðan

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið
Hólmgeir Sigurgeirsson ritar.