EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð Aðalfundar 2019

Aðalfundur Ey-Lív 2019

Aðalfundur EY-LÍV
Þriðjudaginn 24. september kl. 20:00 í golfskálanum

Veitingar framreiddar af Vídalín veitingum

Frá stjórn EY-LÍV mættu:
Gunnar Örn Gunnarsson, Aðalgeir Sigurgeirsson, Hólmgeir Sigurgeirsson og Róbert Jósavinsson

Fundarsetning.
Gunnar Gunnarsson, formaður, setti fundinn fyrir hönd stjórnar

1. Kjör fundarstjóra og ritara.
Gunnar kynnti tillögu stjórnar um að Júlíus Jónsson yrði fundarstjóri og Aðalgeir Sigurgeirsson fundarritari. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fundarstjóri tók til máls gekk úr skugga um lögmæti fundar og þar sem engar athugasemdir komu fram var gengið til dagskrár.

2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
Gunnar Örn Gunnarsson flutti skýrslu stjórnar:

Vetrarstarfið:

4. okt. 2018.  Aðalfundur á Greifanum.  Kosin var ný stjórn og lagabreytingar.
6. okt. 2018.  Aðalfundur LÍV á Hveravöllum – Borðeyri.
24. nóv. 2018.  Árshátíð LÍV haldin á Bryggjunni Brugghús Reykjavík
11. jan. 2019.  Nýársgleði á verkstæði Tryggva Aðalbjörnssonar.
31. jan. 2019.  Félagsfundur hjá Súlum þar sem kynntar voru ferðir félagsmanna á erlenda grundu.
(28.) 7. mars 2019.  Anton Berg fræddi félagsmenn um snjóflóðavarnir. Vöntun á verklegri þjálfun.
21. mars 2019.  Kynning á starfi LÍV / EY-LÍV á Sölku Húsavík.
22. mars 2019.  Vélsleðaspyrna í Hlíðarfjalli.— mars 2019.  Útgáfa Vélsleðans, 35 ára afmæli LÍV
2. apríl 2019.  Félagsfundur á Greifanum þar sem nýjungar í vélsleðum voru kynntar
6-7. apríl 2019.  Landsmót í Kerlingarfjöllum.
25. apríl 2019.  Félagsferð á Kaldbak
16. maí 2019.  Vorslútt Ey-lív með félagsferð og grilli í Hlíðarfjalli

3. Umræða um skýrslu stjórnar.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir
Gunnar Örn Gunnarsson kynnti ársreikninga félagsins fyrir síðasta starfsár.

5. Umræður um ársreikninga.
Þóttu ársreikningarnir vel fram settir góðar skýringar.

Reikningarnir samþykktir án athugasemda

6. Lagabreytingar.
Engar lagabreytingar lágu fyrir þennan fund.

7. Kosning stjórnar.

Uppstillingarnefndar leggur til eftirfarandi stöður í stjórn:

  1. Formaður til 1. árs = Gunnar Örn Gunnarsson
  2. Stjórnarmaður til 2. ára = Hólmgeir Sigurgeirsson
  3. Stjórnarmaður til 2. ára = Júlíus Jónsson
  4. Stjórnarmaður til 1 árs = Halldór Jóhannesson (í stað Ara)
  5. Varamaður til 2. ára = Aðalbjörn Tryggvason

Áfram sitja í stjórn:
Stjórnarmaður seinna ár = Róbert Jósavinsson
Varamaður seinna ár = Kristján Ingi Jóhannesson

Fundarstjóri óskaði eftir öðrum tilnefningum en engar bárust og var þessi tillaga uppstillingarnefndar samþykkt.

8. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Engin mótframboð komu við sitjandi skoðunarmenn og voru því Anton Brynjarsson og Guðni Hermannsson kosnir til að sitja áfram. Halldór Arinbjarnason bauð sig fram sem varamann og var það samþykkt.

9.Önnur mál.

Gunnar Örn ræðir um snjóflóðaýlatester. Félaginu var gefinn nýr af Gunnlaugi Halldórssyni.
Þá var farið yfir fjölda félagsmanna.
Vetrarlíf sýningu 23.-24. nóv. sem stefnt er að halda í reiðhöllinni og árshátíðina í Sjallanum.
Bjarki Sig spyr um styrk fyrir vetrarstæði hjólhýsa upp á KKA svæði. Ekkert er tilbúið í þeim efnum.
Gunnar Örn ræðir um fatnað merktan LÍV sem stendur félagsmönnum til kaupa á afsláttarkjörum.
Þá upplýsir Gunnar að loks hafi tekist að fá heimilisfangi Ey-LÍV breytt.

Styrktarbeiðnir:
Kaldbaksferðir hafa farið fram á styrk vegna Kaldbaksvegar. Mikið rætt um upphæð styrks, einnig talað um að sækja styrk frá móðurfélaginu (LÍV) upp í styrkinn sem Ey-LÍV mundi veita.
Aðalfundur samþykkir að veita allt að 2.000.000- kr. í uppbyggingu á kaldbaksvegi – Grýtubakkahreppi. Í framhaldi sæki stjórn í móðurfélagið LÍV um mótstyrk fyrir framkvæmdinni.
Allir félagar á fundinum samþykktu styrktarbeiðnina.

Gunnar Örn minnir á aðalfund LÍV sem haldin verður á Hveravöllum laugardaginn 5. október 2019

Júlíus Jónsson slítur fundi.

Fundarritari: Aðalgeir Sigurgeirsson