Aðalfundur Ey-Lív 2018
Aðalfundur EY-LÍV
Fimmtudaginn 4. október kl. 20:00 á 2. hæð Greifans Akureyri
Veitingar, pizzur og gos, framreitt af Greifanum
Frá stjórn EY-LÍV mættu:
Gunnar Örn Gunnarsson, Aðalgeir Sigurgeirsson, Garðar Sverrisson, Hólmgeir Sigurgeirsson og Róbert Jósavinsson
Fundarsetning.
Gunnar Gunnarsson, formaður, setti fundinn fyrir hönd stjórnar
1. Kjör fundarstjóra og ritara.
Gunnar kynnti tillögu stjórnar um að Halldór Arinbjarnason yrði fundarstjóri og Aðalgeir Sigurgeirsson fundarritari. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fundarstjóri tók til máls gekk úr skugga um lögmæti fundar og þar sem engar athugasemdir komu fram var gengið til dagskrár.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
Gunnar Örn Gunnarsson flutti skýrslu stjórnar:
Vetrarstarfið
5.okt. Aðalfundur haldinn á Greifanum þar sem kosin var ný stjórn.
21.okt. Aðalfundur LÍV var haldinn á Hveravöllum og fjölmenntu norðlendingar.
25-26 nóv. Vetrarlíf 2017 sýning. Gekk ótrúlega vel miðað við veðurskilyrði. Á tímabili voru menn farnir að spá í að slá sýningu af vegna ófærðar og voru sunnlendingar sumir að koma í hús allveg fram á síðustu stundu.
25.nóv. Árshátíð LÍV haldin í Hlíðarbæ. Stebbi Gull sá um veislustjórn, Bautinn um kræsingarnar og Hamrabandið lék fyrir dansi. Mæting var býsna góð og heppnaðist hátíðin mjög vel.
12.jan. Slegið var til nýársgleði hjá Tryggva Aðalbjörns með mjög eftirminnilegum veitingum.
25.jan. Félagsfundur á Greifanum þar sem dagskrá LÍV + EY-LÍV var kynnt. Einnig var farið yfir almennt viðhald vélsleða.
22.feb. Félagsfundur va haldinn hjá Súlum þar sem fulltrúi frá þeim fór yfir fyrstu hjálp á slysstað og var það mjög upplýsandi.
23.mars. Sleðaspyrna haldin í hlíðarfjalli á föstudagskvöldi þar sem spyrnt var í samhliðabraut.
24.mars. Team23 stóð fyrir snowcross norðan við skíðahótelið í Hlíðarfjalli á laugardeginum í blíðskapar veðri og tókst vel til.
3.apríl. Félagsfundur á Greifanum þar sem félagsmenn voru kynntir nýjungum. Gummi Skúla kynnti 2019 línuna hjá Polaris og Gummi Braga kynnti það nýjasta frá Arctic Cat.
6-8. apríl 2018. Kerlingarfjöll. Fjölmenni lagði land undir fót og sleðuðust á landsmót LÍV í Kerlingarfjöllum.
15.apríl 2018. Sleðaferð Ey-lív og Ellingsen frá Grenivík þar sem mikill fjöldi af suðurlandi sótti okkur heim.
3.maí 2018. Félagsfundur í Hesju þar sem kynnt var þeirra vöruframboð og fl.
8. Júní. Vorslútt Ey-lív var haldið á verkstæðinu hjá Kidda Kubb. Þar gæddu félagar sér á grillmat og viðeigandi drykkjum.
3. Umræða um skýrslu stjórnar.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir
Gunnar Örn Gunnarsson kynnti ársreikninga félagsins fyrir síðasta starfsár.
5. Umræður um ársreikninga.
Þóttu ársreikningarnir vel fram settir góðar skýringar. Eina sem velt var fyrir sér er framtal félagsgjalda sem nú er bókað inn á næsta reikningsár en það var útskýrt.
Reikningarnir samþykktir án athugasemda
6. Lagabreytingar.
Nokkrar lagabreytingar lágu fyrir þennan fund.
1. (10. gr.) (Ný grein til að aðlaga félagið að lögum RSK um félagasamtök)
Eigi má slíta eða leggja félagið niður nema það verði samþykkt með 2/3 hluta greiddra atkvæða á tveimur lögmætum fundum (aðalfundi + félagsfundi) með minnst mánaðar millibili og hafi fundarefnis verið getið í fundarboðum. Verði félaginu slitið skal eigum þess ráðstafað til hjálparsveita á félagssvæðinu, skipt prósentulega eftir fjölda íbúa á þjónustusvæði hverrar hjálparsveitadeildar.
2. (6. gr.)
Aðalfund skal halda í október ár hvert og hefur hann æðsta vald í málefnum félagsins. Til hans skal boða með a.m.k. 7 daga fyrirvara í dagblaði, í vélsleðanum/sleðafréttum eða með dreifibréfi. Aðalfundur er löglegur er löglega er til hans boðað.
Tillaga að breytingu:
Aðalfund skal halda innan tveggja mánaða frá lokum reikningsárs félagsins og hefur hann æðsta vald í málefnum félagsins. Til hans skal boða með a.m.k. 7 daga fyrirvara með sannarlegum hætti t.d. dagblaði, dreifibréfi, rafrænum miðli og/eða heimasíðu félagsins. Aðalfundur er löglegur er löglega er til hans boðað.
3. (6. gr.)
6.8 Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Tillaga að breytingu:
6.8 Kosning tveggja skoðunarmanna
4. (5. gr.)
Stjórn félagssins kemur fram fyrir hönd þess milli aðalfunda og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þess setja. Stjórnin mótar starfsemi félagssins milli aðalfunda og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Samþykki aðalfundar þarf fyrir ráðstöfun fasteigna svo og fyrir fjárskuldbindingum og ráðstöfunum lausafjár sem nemur hærri upphæð en hálfum árlegum hagnaði félagsins, reiknað sem meðaltal seinustu tveggja reiknisára.
Tillaga að breytingu:
Stjórn félagssins kemur fram fyrir hönd þess milli aðalfunda og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þess setja. Stjórnin mótar starfsemi félagssins milli aðalfunda og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Samþykki aðalfundar þarf fyrir ráðstöfun fasteigna svo og fjárskuldbindingum öðrum en eðlilegt þykir s.s. daglegum rekstri, námskeiðum og styrkjum.
Niðurstaða:
1 = Samþykkt
2 = Samþykkt
3 = Felld
4 = Felld en samþykkt með breytingu:
Stjórn félagssins kemur fram fyrir hönd þess milli aðalfunda og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þess setja. Stjórnin mótar starfsemi félagssins milli aðalfunda og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Samþykki aðalfundar þarf fyrir ráðstöfun fasteigna svo og fjárskuldbindingum öðrum en eðlilegt þykir s.s. daglegum rekstri og námskeiðum.
7. Kosning stjórnar.
Uppstillingarnefndar leggur til eftirfarandi stöður í stjórn:
- Formaður til 1. árs = Gunnar Örn Gunnarsson
- Stjórnarmaður til 2. ára = Ari Fossdal
- Stjórnarmaður til 2. ára = Róbert Jósavinsson
- Varamaður til 2. ára = Kristján Ingi Jóhannsson
Áfram sitja í stjórn:
Stjórnarmaður seinna ár = Aðalgeir Sigurgeirsson
Stjórnarmaður seinna ár = Hólmgeir Sigurgeirsson
Varamaður seinna ár = Garðar Már Sverrisson
Fundarstjóri óskaði eftir öðrum tilnefningum en engar bárust og var þessi tillaga uppstillingarnefndar samþykkt.
8. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Engin mótframboð komu við sitjandi skoðunarmenn og voru því Anton Brynjarsson og Guðni Hermannsson kosnir til að sitja áfram. Halldór Arinbjarnason bauð sig fram sem varamann og var það samþykkt.
9.Önnur mál.
Fjármál: Þar sem 5. gr. laganna tekur ekki á styrkveitingum bar stjórn upp svohljóðandi tillögu: Stjórn fer fram á fjárveitingu upp að hámarki 1.000.000 til styrkveitinga sem þarf þó að bera upp til samþykkis félagsfundar.
Var tillagan samþykkt með miklum meirihluta.
Umferð: Var því beint til stjórnar að fara í viðræður við Akureyrarbæ um bætta aðstöðu og aðgengi að Glerárdal.
Upplýsingar: Kynntur var aðalfundur LÍV að Hveravöllum 6. okt.
Öryggismál: Stjórn kynnti og sýndi myndir af snjóflóðaýlatester og staðsetningu hans á Glerárdal. Bauðst Guðlaugur Halldórsson til að gefa annan svipaðan til að tryggja enn fremur að allir ferðalangar á Glerárdal verði testaðir og fagnar stjórn framtakinu.
Árshátíð Rvk: Umræða varð um hvort ætti að styrkja félagsmenn aftur um 50% endurgreitt af aðgangseyri á árshátíð LÍV í Rvk og var það samþykkt.
Fundi slitið.
Fundarritari: Aðalgeir Sigurgeirsson