EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð aðalfundar 2017

Fundargerð 2017

Aðalfundur Ey-Lív 2017

Aðalfundur EY-LÍV
Fimmtudaginn 5. október kl. 20:00 á 2. hæð Greifans Akureyri

Veitingar, pizzur og gos, framreitt af Greifanum

Frá stjórn EY-LÍV mættu:
Tryggvi Tryggvason, Gunnar Örn Gunnarsson, Guðmundur Hannesson, Ari Fossdal og Viðar Pálsson.

Fundarsetning.
Tryggvi Tryggvason, formaður, setti fundinn fyrir hönd stjórnar

1. Kjör fundarstjóra og ritara.
Tryggvi kynnti tillögu stjórnar um að Guðmundur Hannesson yrði fundarstjóri og Gunnar Örn Gunnarsson fundarritari. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fundarstjóri tók til máls gekk úr skugga um lögmæti fundar og þar sem engar athugasemdir komu fram var gengið til dagskrár.

2. Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
Tryggvi Tryggvason flutti skýrslu stjórnar:

Vetrarstarfið
Sleðaárið mótaðist því miður af stórum hluta af snjóleysi.
8. Okt. Árið byrjaði með Aðalfundi LÍF á Hveravöllum þar sem Ey-Lív, Lív-Rvk og SnæLív funduðu og fögnuðu byrjun vetrarins.
27. Okt. Aðalfundur Ey-Lív haldinn á Greifanum þar sem fyrra ár var gert upp, ný stjórn tók við og rætt var um komandi vetrarstarf. Ákveðið var að félagið myndi styrkja félaga til miðakaupa á árshátíð sem yrði haldin í Reykjavík þetta árið.
26-27. Nóv. Félagar fjölmenntu á árshátíð og á sleðasýningu í Reykjavík
9. Des. Þegar líða fór að jólum var haldið Jólagrill í boði Ey-Lív á verkstæðinu hjá Tryggva Aðalbjörns sem. Að vanda með góðri steik og meðlæti.
31. Jan. Félagsfundur á Greifanum þar bóklegt snjóflóðanámskeið var haldið.
Ætlunin var svo í framhaldinu að halda verklegt snjóflóðanámskeið en ekki varð úr vegna veður og snjóleysis. En reynt verður aftur að halda verklegt  námskeið í vetur.
2 Mars. Félagsfundur á Greifanum þar sem GPS námskeið var haldið með Sævari Sig og var mæting góð. PS: Muna að búa til rútur og ekki keyra eftir tracki !
28. Mars. Félagsfundur á Greifanum. Arnar í Ellingsen kynnti ýtarlega sleðalínu SkiDoo á félagsfundi.
1-2. Apríl. Fóru Ey-Lív menn á landsmót LÍV í Kerlingarfjöllum, en þetta árið hélt Ey-Lív utan um mótið.
28.Apríl. Var haldinn prufuakstur Storms og Motul og tekið á móti mönnum um kvöldið í Motul
29.Apríl. Strax daginn eftir var Tröllaskagatryllingur í boði Motul og Arctic Sport manna í með grilli á eftir.
11. Apríl. Var haldin Félagsfundur hjá Norðurorku þar sem NO kynnti vatnsverndarmál og mikið var rætt um þau í framhaldinu og bauð NO upp á veitingar kaffi og kleinur.
19.Maí Var haldinn prufuakstur Ellingsen á SkiDoo og Linx var haldinn á Grenivík og ekki mátti tæpara standa með að komast í snjó
Ekki tókst að halda vorferð vegna snjóleysis og því ákveðið að taka betur á næsta vetri.

3. Umræða um skýrslu stjórnar.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir
Gunnar Örn Gunnarsson kynnti ársreikninga félagsins fyrir síðasta starfsár.

5. Umræður um ársreikninga.
Spurningar vöknuðu hvort binda ætti eigið fé til að fá betri vexti en það þótti ekki vænlegt. Gjaldkeri skoði vexti.
Reikningarnir samþykktir án athugasemda

6. Lagabreytingar.
Engar lagabreytingar lágu fyrir þennan fund.

7. Kosning stjórnar.
Uppstillingarnefndar leggur til eftirfarandi stöður í stjórn:

 1.       Formaður til 1. árs = Gunnar Örn Gunnarsson
 2.       Stjórnarmaður til 2. ára = Hólmgeir Sigurgeirsson
 3.       Stjórnarmaður til 2. ára = Aðalgeir Sigurgeirsson
 4.       Stjórnarmaður til 1. árs í stað Gunnars = Róbert Jósavinsson
 5.       Varamaður til 2. ára = Garðar Már Sverrisson

 

Áfram sitja í stjórn:

Stjórnarmaður seinna ár = Rögnvaldur Guðbrandsson

Varamaður seinna ár = Ari Fossdal

 

Fundarstjóri óskaði eftir öðrum tilnefningum en engar bárust og var þessi tillaga uppstillingarnefndar samþykkt.

8. Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Engin mótframboð komu við sitjandi skoðunarmenn og voru því Anton Brynjarsson og Guðni Hermannsson kosnir til að sitja áfram. Ekki þótti ástæða til skoðunarmanns til vara.

9. Önnur mál.
Fjármál: Fyrir hönd stjórnar fór Gunnar Örn yfir þá fjárfjötra sem stendur fyrir stjórninni þetta fjárhagsár vegna 5. lagagreinar félagsins. Stafar það vegna mikilla afskrifta og leiðréttinga í bókhaldi félagsins. Þess vegna bar stjórnin upp þessa tillögu:

“Stjórnin ber fram þá tillögu að henni sé veitt aukið fjármagn til ráðstöfunar, en það sem henni er gefið í 5. grein laganna, að hámarki 1.500.000 kr. til að standa kostnað af ýmsum verkefnum sem líta undir félagið fyrir fjárhagsárið 2017-2018”

Var tillagan samþykkt.

Umhverfismál: Guðni Hermannson talaði um að sleðamenn færu ógætilega yfir snjólaust land fyrir ofan Grenivík á vorin. Mælst var til þess að mynna félagsmenn á nærgætni við landið og jafnvel að setja upp merkta leið næsta vor svo sama leiðin verði notuð.

Byggingar: Rætt var um Hjörvarsskála og að aðkomu félagsmanna að honum. Ekki er vita annað en að það gangi vel fyrir félagsmenn að fá aðgengi að skálanum og áfram yrði unnið með eigendum að aðgengi.

Umferð: Farið var aftur yfir það að lögreglustjóri tæki hart á innanbæjarakstri á vélsleðum hvort heldur sem er styrsta leið á bensínstöð eða ekki.

Upplýsingar: Mönnum fannst halda þurfi heimasíðu félagsins meira lifandi. Sýnd voru drög af nýrri síðu og verkefni framundan.

Öryggismál: Spurt var út í verkefni sem var samþykkt á síðasta aðalfundi er varðar snjóflóðaýlatester. Búnaður er að skila sér í hús og huga þarf að staðsetningu hans fyrir Glerárdal.

Fundi slitið.

Fundarritari: Gunnar Örn Gunnarsson