EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð aðalfundar 2015

Fundargerð aðalfundar 2015

 

Aðalfundur Ey-lív 2015

Tryggvi setur fundinn.

1. Fundarstjóri er kosinn Guðmundur Hannesson og  ritari er kosinn Sigurður Rúnar Sigþórsson.

2. Formaðurinn Tryggvi Tryggvason fer yfir skýrslu stjórnar (samanber skjal er lagt er fram á fundinum).

3. Umræða um skýrsluna.
Geiri pípari spyr út í skuldina við Súlur. Það er skýrt að þetta sé fé er fyrir snjóflóða námskeið og gæslu á sýningum.

4. Reikningar lagðir fyrir fundinn, Gísli fer yfir þá.

5. Umræða um reikninga félagsins:
Muggur spyr um 80.000 kr skuld, Gulli skýrir að það sé skuld vegna gæslu og fer undir Nillavagninn.
Gunni Aspar spyr um ósamræmi milli niðurgreiðslu og fjölda sem fóru og er skýring á því.

Reikningar bornir undir atkvæði og eru samþykktir.

Talað er um Vatnahjallaveginn og kemur það hvort fella eigi hann út úr bókhaldi.
Stjórnin kynni sér eignarhald Vatnahjallavegar Samþykkt.

Tillaga stjórnar um niðurfellingu viðskiptakrafa upp á 545.800 úr reikningum félagsins fyrir næsta reikningsár. Þar sem fullreynt er að þessar  kröfur séu  ónýtar.
Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

6. Lagabreytingar eru lagðar fyrir á skjá og eins dreift á pappír.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

7. Kosning stjórnar

Tryggvi Tryggvason  kosinn formaður til 1 árs
Guðmundur Hannesar kosinn stjórnarmaður til 2 ára
Sigmar Bragason kosinn stjórnarmaður til 2 ára
Viðar Pálsson kosinn varamaður til 2 ára

Rögnvaldur situr sitt seinna ár sem stjórnarmaður
Gísli Pálsson situr sitt seinna ár sem stjórnarmaður

Árni Grant situr sitt seinna ár sem varamaður

Stjórnin samþykkt með lófaklappi.

8. Kosning skoðunarmanna

Anton Brynjarsson
Guðni Hermannsson

Og það er samþykkt.

9. Önnur mál.
Skuldbindingar félagsins Súlur hafa ekki áhrif á styrkveitingar nýrrar stjórnar.
Rætt er um komandi árshátíð hvort prufa eigi að hafa hana í Hlíðarbæ hvort við náum að halda fólki lengur á staðnum Simmi talar um að Hlíðarbæ sé búinn að ganga í endurnýjun lífdaga og sé flott hús  fyrir svona viðburð.
Gulli talar um að setja upp árshátíðarnefnd og sýningarnefnd.
Skoðanakönnun er gerð um Hlíðarbæ eða Hof og er meirihluti um Hlíðarbæ.

Sverrir og Bjarki og Baldvin  og Gulli eru kosnir í sýningarnefnd ásamt einum stjórnar meðlim.
Gulli var búinn að tala við húsráðanda svokallaðs Europrís húss og tók hann vel í erindi um að fá að halda sýninguna þar.

Gunni. Viddi og Addi eru kosnir í árshátíðarnefnd.

Geiri pípari vill að reynt verða að auka við ungu kynslóðina í félagsstarfi.

Félagsfundir verði áfram síðasta fimmtudag hvers mánaðar .

Heiðar óskar eftir að losna við teppi sem félagið á.

Gunni Aspar spyr um tillögu um viðbyggingu á Hjörvarsskála og það rætt en það hafa ekki borist svör frá skálaeigendum. Gummi ætlar að inna eftir svörum.

Það kom fyrirspurn hjá núverandi eigendum hvort fèlagið vilji eiga litla kot og vill félagið það.
Það er samþykkt.

Hvatt er til að fara á landsfund á Hveravöllum nk. laugardag.

Gunni Aspar spyr út í samkomulag við Akureyrar bæ um notkun Glerárdals.
Stjórnin er sett í að skoða það.

Guðmundur slítur fundi.