Fundargerð 2014
Aðalfundur Ey-Lív 2014
- Fundur settur, Smári Sigurðsson fundarstjóri og Gísli Pálsson ritari.
- Tryggvi Tryggvason formaður fór yfir helstur atriði síðastliðins árs og lagði fram skýrslu stjórnar.
- Umræða um skýrslu stjórnar
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
- Umræða reikninga og þeir bornir fram til samþykktar. Reikningar ekki samþykktir, villa fannst í útreikningi á eigið fé, ákveðið að bera fram leiðrétta reikninga fram á næsta félagsfundi og voru þeir samþykktir.
- Kjör stjórnar. Kosnir voru til 2 ára, Gísli Pálsson og Sigurður Sigþórsson, varamaður Árni Grant til 2 ára. Skoðunarmenn reikninga, Guðni Hermannsson og Anton Brynjarsson
- Önnur mál. Guðmundur skýrði frá því að samkomulag hefði verið gert við sunnanmenn um að halda sýningu annað hvert ár í Reykjavík og hitt árið á Akureyri. Tryggvi Tryggva bar fyrir fund þess efnis að framlengja frest lóðarumsóknar í Laugarfelli og var það samþykkt. Tillaga um að eignast félagsheimili var vísað til umræðu á almennum félagsfundum, enda þarf að skoða þau mál frá mörgum hliðum.
- Fundi slitið