EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð aðalfundar 2014

Fundargerð 2014

Aðalfundur Ey-Lív  2014

 

  1. Fundur settur, Smári Sigurðsson fundarstjóri og Gísli Pálsson ritari.
  2. Tryggvi Tryggvason formaður fór yfir helstur atriði síðastliðins árs og lagði fram skýrslu stjórnar.
  3. Umræða um skýrslu stjórnar
  4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
  5. Umræða reikninga og þeir bornir fram til samþykktar.  Reikningar ekki samþykktir, villa fannst í útreikningi á eigið fé,  ákveðið að bera fram leiðrétta reikninga fram á næsta félagsfundi og voru þeir samþykktir.
  6. Kjör stjórnar.  Kosnir voru til 2 ára, Gísli Pálsson og Sigurður Sigþórsson, varamaður Árni Grant til 2 ára.  Skoðunarmenn reikninga, Guðni Hermannsson og Anton Brynjarsson
  7. Önnur mál.   Guðmundur skýrði frá því að samkomulag hefði verið gert við sunnanmenn um að halda sýningu annað hvert ár í Reykjavík og hitt árið á Akureyri.  Tryggvi Tryggva bar fyrir fund þess efnis að framlengja frest lóðarumsóknar í Laugarfelli og var það samþykkt.  Tillaga um að eignast félagsheimili var vísað til umræðu á almennum félagsfundum, enda þarf að skoða þau mál frá mörgum hliðum.
  8. Fundi slitið