EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð aðalfundar 2013

Fundargerð 2013

Aðalfundur Ey-lív 2013

Tryggvi setti fundinn

1. Halldór Arinbjarnar kosinn sem fundastjóri og Gisli Pálsson kosinn sem fundarritari

Fundarstjóri kynnti sig og starf félagssins, lög og reglur og dagskrá fundar.

2-3. Skýrsla stjórnar og starf liðins árs.   Tryggvi fór lauslega yfir starf sem fór fram á liðnu ári og vari að heyra að nokkuð gróska er í starfi félags, þó að veður hafi eitthvað sett hluti úr skorðum. Gert var grein fyrir styrkbeiðnum og þeim verkefnum sem liggja fyrir á næsta ári.  Tryggvi fór vel yfir lóðaumsókn í Laugarfelli og skipulag svæðisins.

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.   Hjörtur Halldórsson frá Enor  fór yfir ársreikning  og útskýrði.   Félagið skilað hagnað fyrir árið 2012 þó að hagnaður hafi verið minni en fyrir árið 2011. Munur felst í að hluti af ógreiddum kröfum færðist yfir á 2012 auk þess að kostnaður við endurskoðun haf’ði hækkað.

5. Reikningar samþykktir með atkvæðagreiðslu.

6. Lagabreytingar. Engar lagabreytainar voru bornar fram.

7.  Kosning stjórnar. Fundarritari fór yfir reglur félagsins varðandi kosningu stjórnar og bar fram tillögu uppstillingarnefndar.

Tryggvi kosinn sem formaður til eins árs skv reglum félags.  Gísli Pálsson kosinn sem stjórnarmaður til 1 árs, Guðlaugar Halldórsson kosinn til 2 ára,  Guðmundur Hannesson kosinn til 2 ára ,

Viðar Pálsson kosinn til 2 ára sem varamaður, Arnar Valsteinsson kosinn sem varamaður til 1 árs.

8. Önnur mál.  Rætt var um komandi sýningu/árshátið  22-24 nóvember.), skipulag hennar, framkvæmd og hvernig megi efla starfið með td nýliðun.    Rætt var um vefmyndavél í Lamba, Heiðarhúsum og fleir stöðum sem vilji er til að koma vélum upp.   Umrræður voru um ferðfrelsi, nátturuvernd og hvað félagið geti gert til að koma sínum skoðunum á framfæri    Farið var yfir skálamál og hugsanlega uppbyggingu félagsins á skála, kostir þess og gallar eða styrkja þau félög beint sem eiga skála fyrir.   Bygging á nýja Lamba bar á góma og styrkveiting til Ferðafélags Akureyrar.  Í  framhaldi rætt almennt um styrkveitingar félagsins og heimild stjórnar til þessa. Borin var tillaga veita stjórn Ey-lív að styrkja FA um 500.000kr um byggingu á nýjum skála við Lamba. Tillaga samþykkt.   Beint var til stjórnar að yfirfara lög félagsins og skerpa á hlutum varðandi styrkveitingar.

9. Fundi slitið