EY-LÍV Fundargerðir

EY-LIV Fundargerð Aðalfundar 2009

Fundargerð aðalfundar 2009

Aðalfundur EY-LÍV haldinn í Blómaskálanum Vín fimmtudaginn  1.október 2009

Dagskrá aðalfundar:
1.    Kjör fundarstjóra og ritara.
2.    Skýrsla stjórnar um starfsemi liðins árs.
3.    Umræða um skýrslu stjórnar.
4.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.
5.    Umræða um reikninga og þeir bornir upp til samþykktar.
6.    Lagabreytingar.
7.    Kosning stjórnar sbr. 4 grein og varamanna.
8.    Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
9.    Önnur mál.

Fundarstjóri breytti niðurröðun dagskrár þannig að skýrsla stjórnar og endurskoðun reikninga var rætt sameiginlega undir 5. lið.

1.  Fundarstjóri var kjörinn Smári Sigurðsson og fundarritari Haukur Stefánsson.

2.    Björn Sigmundsson kynnti skýrslu stjórnar.

3.    Skýrsla stjórnar, umræðu um hana frestað til 5. liðar.

4.    Ármann Sverrisson lagði fram og skýrði reikninga félagsins.

5.    Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga.
Engin umræða varð um skýrslu stjórnar né reikninga.
Reikningar og skýrsla stjórnar samþykkt.

6.    Engar lagabreytingar bárust.

7.    Kosning stjórnar og varamanna.
Formaður var kjörinn:     Sigurður Birkir Sigurðsson    1. ár
Aðrir stjórnarmenn:         Ármann Sverrisson        2. ár
Viðar Pálsson            2. ár
Pétur Halldórsson        1. ár
Júlíus Jónsson            1. ár

Varamenn:                     Baldur Ingi Karlsson        2. ár
Trausti Halldórsson        1. ár

8.    Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.

Skoðunarmenn:                Sveinn Jónsson        1. ár
Halldórs Jónsson        1. ár
Til vara:                 Björn Magnússon        1. ár

Uppstillinganefnd:          Smári Sigurðsson        1. ár
Halldór Arinbjarnarson    1. ár

9.    Önnur mál.

Nýkjörin formaður þakkaði fyrir sig.

9.1     Viðruð var hugmynd að vetrarviku á Ak. 15. til 21.feb.2010 í samvinnu við
Akureyrarstofu og fl. tengda aðila. Árshátíð yrði þá að lokinni vetrarviku..

9.2     Laugafell – nýbygging.
Talað var um nýbyggingu og lóð sem er frátekin fyrir EY-LÝV.í Laugafelli.
Flestir eru á því að samvinna við F.F.A sé vænlegri kostur en að byggja.

9.3    Vatnahjalli.
Fundurinn veitir sjórn heimild til að ráðstafa allt að 1,5 milljónum í Vatnahjallaveg. Leita á tilboða í að ganga frá og ljúka veginum..
.
9.4    Heimasíða.
Fundarmenn og konur vilja sjá virkari síðu t.d. gamlar myndir.

9.5    Önnur mál
Vetrarsportsýningin verður ekki í oktober.

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Á fundinn mættu 34 félagsmenn.
Að loknum fundi var boðið upp á kaffi og myndasýningu.

Haukur Stefánsson ritari fundarins