Fréttir

Aðalfundur LÍV 2018

Aðalfundur LÍV 2018 var haldinn á Borðeyri 6 október.

 

Helstu ákvarðanir:

Páll Sighvatsson var kjörinn forseti til tveggja ára.

Frá LÍV-Reykjavík í stjórn eru Arnar Bergmann og hjörleifur Björnsson
Frá Ey-LÍV eru Gunnar Örn Gunnarsson og Tryggvi Tryggvason
Frá Snæ-LIV eru Björn Svavarsson og Halldór Hlíðar Kjartansson

Varamenn frá Ey-LÍV er Hólmgeir Sigurgeirsson, Snæ-LÍF Jóhann Rögnvaldsson og frá LIV-Reykjavík Valdís Silvía Sigurbjörnsdóttir.

Þá var samþykkt verkefnaskipting milli Landssambandsins og deilda.

Landssamband

Tilgangur landssambandsins er að vinna að sameiginlegum öryggis og hagsmunamálum vélsleðamanna.

• Stuðla að góðri umgengni vélsleðamanna og vernd náttúru landsins
• Koma fram gagnvart stjórnvöldum í málum er varða vélsleðamenn á landsvísu.
• Öryggismál, forvarnir og eftirfylgni
• PR mál er lítur að vélsleðamönnum öllum.
• Heldur úti heimasíðu og samfélagsmiðlum um málefni félagsins og aðildarfélaga.
• Vefmyndavélar, rekstur og útvegun búnaðar
• Samstarf Samút og aðra umhverfis- og náttúruverndaraðila.

Deildir

• Hagsmunamál í nærumhverfi
• Tryggja núverandi og útbúa nýtt aðgengi að snjó og að merkja plön og vegi sem LÍV hefur átt aðild að.
• Námskeið
• Félagsfundir
• Skipulagðar ferðir
• Samkomur
• Sala á vörum merktum LÍV. Nýtist sem fjáröflun deilda.
• Skiptast á að halda Vetrarlíf sýningu og árshátíð.
• Skiptast á að halda Landsmót LÍV í Kerlingafjöllum.

Deildir geta sótt um styrki til LÍV um stærri verkefni t.d. aðgengismál. Það fer þannig fram að deildir með tillögur fyrir landssamband vegna atriða sem falla innan hlutverks þess og sjá eftir atvikum um framkvæmd. Styrkumsóknir eru lagðar fram á aðalfundi til afgreiðslu.