Fréttir, Fréttir LÍV EY, Fréttir LÍV RVK, Fréttir LÍV SNÆ

Að gefnu tilefni

Þættinum hefur borist bréf!

Í upphafi vertíðar er nauðsynlegt að yfirfara sleðann en ekki síður að ryfja upp þekkinguna í snjóflóðafræðum. Leiðbeinendur Björgunarskóla Landsbjargar tóku saman lista yfir þau atriði sem vert er að huga að nú þegar snjórinn lætur loks sjá sig.

1. Ýlirinn:
• Er hann með réttum og nýjum rafhlöðum. • Er búið að framkvæma tvívirkt ýlatékk með félögunum núna í upphafi vertíðar. Tvívirkt ýlatékk skal framkvæma sem oftast þegar farið er til fjalla til að fullvissa ykkur um að ýlirinn sendi og leiti rétt.
• Ef tvívirkt ýlatékk er ekki framkvæmt skal a.m.k. framkvæmt einvirkt ýlatékk til að ganga úr skugga um að ýlirinn sendi rétt.
2. Stöngin: Eruð þið búinn að prófa að setja hana saman til að athuga hvort sé í lagi með vír eða band og virka hreifalegir hlutir eðlilega.
3. Skóflan: • Eruð þið búinn að prófa að setja skófluna saman og athuga hvort hreifanlegir hlutir virki eðlilega. • Kannið hvort brot eða beylgur séu til staðar sem draga úr afköstum og virkni skóflunnar.
4. Ferðahegðun – Snjóflóðafræði – Félagabjörgun:
• Rifjið upp helstu þætti ferðahegðunar, snjóflóðafræða og félagabjörgunar með ferðafélögunum til að minnka líkur á að þið lendið í snjóflóðum og gera viðbrögðin ykkar skilvirkari ef þið lendið í að þurfa að bjarga einhverjum úr snjóflóði.
• Er búnaður þinn og ferðafélagana í lagi og er honum rétt fyrirkomið.
• Högum okkur í samræmi við getu, reynslu og aðstæður.
• Æfið viðbrögð hópsins í máli og verki til að auka færni hans til að takast á við þær aðstæður sem þið getið lent í.
• Fylgist með hegðun ferðafélagana og hópsins í aðdraganda ferðalagsins og meðan á því stendur.
• Látið skoðun ykkar í ljós ef ykkur finnst eitthvað vera að fara úr böndunum.
• Þroskaður hópur ferðast taktískt og skynsamlega!!
Megi vegurinn vera öruggur og umfram allt mjög skemmtilegur með nóg af mjöll til að leika okkur í
Snjóflóðaleiðbeinendur Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar